Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 31

Menntamál - 01.12.1956, Page 31
MENNTAMAL 157 áhuga — og leggur sig allan fram. Allir kennarar ættu að kenna á þennan hátt. Þá þreytist maður ekki á að ganga í skólann. Þá er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt á hverjum degi.“ Er það ekki einmitt þetta, sem við þráum, allir kennar- ar, — að nemendur okkar komi í skólann með glöðum og fúsum hug á hverjum degi, af því að þeir geta sótt þangað óblandna gleði í persónulegu, þroskandi starfi? Norðmenn eru mjög athafnasamir í skólamálum. Senni- lega eru þeir nú komnir lengra áleiðis í frjálsum skóla- störfum og starfrænni kennslu yfirleitt en nokkur hinna Norðurlandaþjóðanna. Það má segja, að eftir að hin nýja og athyglisverða námskrá þeirra kom út 1939 (Normal- planen), hafi markvisst verið unnið að því að loka lexíu- skólastaglið úti, en hefja frjálsari og lífrænni skólastörf. Um þetta eru líka bein fyrirmæli í námsskránni. Að sjálf- sögðu tekur slík breyting — og raunar bylting — í skóla- störfum langan tíma. En hvar sem komið er í barna- og unglingaskóla í Noregi, sjást nú einhver merki hins nýja, frjálsa starfs. Reynt er markvisst, þegar í neðstu bekkjum barnaskólans, að þroska persónulega eiginleika barnanna í sem flestum greinum. Skal ég í þessu sambandi aðeins nefna teikningu sem dæmi. Með því að gefa börnunum engar fyrirmyndir, heldur leggja allt kapp á að þroska hjá þeim hæfni til persónulegra starfa, eða m. ö. o. að teikna eftir eigin hugmyndum, ná þau mörg næstum ótrú- legu öryggi og sjálfstæði í starfi. í samræmi við þessi sjónarmið gefa útgáfufyrirtækin út kennslubækur, handbækur og margs konar hjálpartæki til ómetanlegs hagræðis við slík störf. Mikla eftirtekt mína vakti það, að hin frjálsu skóla- störf eru nú markvisst upp tekin í Kennaraskóla Osló- borgar, og kennaraefnum leiðbeint í samræmi við þau. Hefur skólinn nokkra ágæta kennara, sem leiðbeina sam- kvæmt hinni frjálsu starfslínu. Ég var svo heppinn að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.