Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Síða 32

Menntamál - 01.12.1956, Síða 32
158 MENNTAMÁL kynnast tveim þeirra og dvelja alloft í tímum hjá þeim, mér til ánægju og uppbyggingar. Erum við hér komin að miklu grundvallaratriði, — ef við á annað borð viður- kennum ákveðið gildi einhverrar kennsluaðferðar, — að kennaraefnum sé leiðbeint í samræmi við hana. Sá skólinn í Osló, sem ég kynntist og vakti einna mesta athygli mína fyrir hin frjálsu lífrænu vinnubrögð, var Sagene slcóli. Skólastjórinn þar, ungfrú Katrine Arnesen, er eindregið fylgjandi þeirri stefnu, og hefur tekizt að ná í mjög samstæðan kennarahóp. Ég mun drepa hér lítil- lega á tvö verkefni, sem ég sá hjá einum kennara þar. Að þeim unnu 12—13 ára drengir. Fyrra verkefnið var siglingar Norðmanna. Nemendur höfðu búið til stór, upphleypt kort af öllum heimsálfunum, mjög vel gerð, máluð olíulitum, og var á þeim sýnt með fínum þráðum, hvert norsk skip sigla. Litlar, fallegar skipamyndir voru á hinum merktu leiðum skipanna. Ýmis skipafélög höfðu sent drengjunum flögg sín, merki og skipslíkön úr plasti, ásamt fjölda ljósmynda. Skreytti margt af því skólastofuna, auk undravel gerðra olíu- og töflumálverka eftir drengina sjálfa. — 1 sambandi við þetta verkefni hafði saga siglinganna að sjálfsögðu verið rakin frá fyrstu tíð, og voru mörg eftirtektarverð verkefni um það. Hitt verkefnið var um fiskveiðar Norðmanna, einkum þorsk- og síldveiðar. Var það jafnvel enn þá umfangs- meira og eftirtektarverðara en hitt. Á einni skólatöflunni, en þær eru á þremur veggjum kennslustofunnar, var sýnt upphaf þorsksins, — þegar hrygna gýtur hrognum sínum, og hængurinn frjóvgar þau. Síðan voru sýndir hinir ýmsu óvinir, sem mæta ungviðinu á þroskaferli þess, og loks, þegar þorskurinn kemur fullþroska á Lófótmið. Á tveimur töflunum voru glæsilegar teikningar af fiskveiðum í Ló- fóten og þorpi og athafnalífi þess þar um slóðir. Þá voru og allar veiðiaðferðir sýndar með glöggum teikningum á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.