Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 39

Menntamál - 01.12.1956, Page 39
MENNTAMÁL 165 1926—80 var hann kennari við ungmennaskólann að Núpi í Dýrafirði, en var einnig þau ár sundkennari á ýmsum stöðum vestra, hvert vor. Kona Valdimars er Jóna Jónsdóttir. Þau eignuðust 3 börn: Ásdísi, Valdimar og Önnu Margréti, sem öll eru upp- komin og myndarfólk. Hér eru þá sögð helztu æviatriði Valdimars í stuttu máli. Um manninn sjálfan segir Ingimundur Ólafsson, kennari: „Valdimar var að ýmsu leyti einn af hinum sérstæðu mönnum kennarastéttarinnar, sem veitt var athygli öðr- um fremur. Námfýsi var einkenni hans. Enginn mun sá vetur hafa liðið, síðan hann fluttist til Reykjavíkur, að hann hafi ekki sótt námskeið til að auka hæfni sína í starfi, enda var hann lesandi öllum stundum er gáfust og f jölhæf- ur í kennslustarfi. --------1 kennslustarfi fór hann ekki troðnar slóðir vanans, heldur var hann síleitandi að einhverju því, sem auka mætti ánægju barnsins í glímu þess við viðfangsefni stundarinnar, og hann trúði, að síðar yrði minnzt með þakklæti og þá viðurkennt, að stuðlað hefði að nokkrum þroska. Hann leit á barnið sem félaga og vin, enda var hann vinsæll kennari í starfi. Einlægni hans í viðmóti, hógværð og gjörhygli í orðum og framkomu vakti traust þeirra, sem með honum voru, ekki aðeins barnanna, held- ur og okkar samkennara hans. Hann vandaði málfar sitt, hvort sem var í ræðu eða riti, var skáldmæltur vel og lét oft fjúka hnittna kviðlinga, oft orta undir fornum háttum, er hann var meðal vina og félaga. En bak við kímnina kom oft fram hinn hlýi hugur Valdimars og trúrækni hans, en hann var trúmaður mikill.“ Þetta hygg ég vera rétta lýsingu á hinum látna frænda mínum. Ég mun alltaf minnast hans sem hins hyggna og leitandi manns, er var trúr æskuhugsjónum sínum, trúr í störfum sínum og skyldurækinn með afbrigðum til hinztu stundar. Ingimar Jóhannesson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.