Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 41

Menntamál - 01.12.1956, Page 41
MENNTAMÁL 167 uppeldisleikfimi var kennd á hverjum degi. Til kennslu, snyrtingar og hirðingar á íbúðarherbergi fór IV2 tími, og var prófessor Poul la Cour sálin í þeirri starfsemi, þó að kennarinn í spriklinu væri Jörgen Kirkebjærg. I leikfiminni á Askov var enginn íþróttametnaður, og fótbolti fyrirfannst enginn. Síðar naut ég kennslu í leik- fimi á fimleikakennaraskóla danska ríkisins í eitt ár, og auðkenndist hún af sama hugsunarhætti. Skólinn hét þá Statens Gymnastik Institut, en hefur nú skipt um heiti og nefnist Danmmarks Höjskole for Legemsövelser. Þetta ferðalag um Austur-Skaftafellssýslu sumarið 1954 gat ég skoðað sem samfelldan leikfimitíma, þar sem ég var hvort tveggja í senn kennari og nemandi. Það var gaman að tala til margra nemenda fyrr á árum í fallegum leikfimissal og sjá þeirra viðbrögð við hverri skipun, en það var öllu ömurlegra að hafa ekki nema þennan eina nemanda, sem neytti þegar færis til þess að koma kenn- aranum í klípu. Um leið og ég fann, að ég var þannig tvískiptur, spyr nemandinn: ,,Hvað er leikfimi? Það hlýt- ur að vera eitthvað annað og meira en að vera fimur í leik. Er heljarstökk leikfimi?“ Án þess að hika svaraði ég: „Þakka þér fyrir spurninguna. Þú spyrð viturlega. Heljarstökk er íþrótt eins og öll stökk. Orðið leikfimi er valdboðs þýðing á gríska orðinu gymnastik, sem kvað merkja að hreyfa sig nakinn og mun fyrst hafa verið notað í þessari merkingu, þegar kennsla í líkamsrækt hófst í Latínuskólanum 1858. Þá skildu íslendingar ennþá svo vel orðið íþrótt, að ekki gat komið til mála að taka upp íþróttir, sem sérstaka kennslugrein í skólanum. Annars er upprunaleg merking orðsins leikfimi ekki önnur en sú, sem í orðinu felast, að vera fimur eða markviss og liðugur í hreyfingum.“ Það mun vera erfitt að þýða gríska orðið gymnastik nákvæmlega á íslenzku.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.