Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 60

Menntamál - 01.12.1956, Page 60
186 MENNTAMÁL Yfirstjórn stofnunarinnar er í höndum sérfræðinga- ráðs, sem í eiga sæti meðal annarra prófessorar í uppeldisfræði, sálarfræði, tauga- og geðsjúkdómum, sér- fræðingur í líffræðilegri staðtölufræði og sérmenntaður skólalæknir auk framkvæmdarstjóra og deildarstjóra, er sjá um daglegan rekstur. Á skipun ráðsins að tryggja, að unnið sé á víðtækum vísindalegum grundvelli. Aðstoðarráð með um það bil 35 fulltrúum frá kennara- félögum og öðrum uppeldismálasamtökum og stofnunum er tengt stofnuninni og starfar sem nokkurs konar tengiliður milli vísindamannanna og hins daglega starfs uppaland- ans. Á það að tryggja alhliða meðferð verkefna stofn- unarinnar auk þess kynningarstarfs, — bæði út á við og inn á við, sem svo fjölmennur fulltrúahópur leysir af hendi. Stofnunin starfar í 5 deildum með nánu sambandi sín á milli, sérstaklega þegar um sameiginleg verkefni er að ræða. Sú fyrsta annast kennslufræðilegar rannsóknir, önnur sálar- og uppeldisfræðilegar undirstöðurannsókn- ir, þriðja próf hvers konar, fjórða tilraunir utan stofn- unarinnar og sú fimmta staðtölulega útreikninga. Verkefni stofnunarinnar eru eins og gefur að skilja afar fjölþætt, og er ekki hægt í stuttu yfirliti að gefa nokkra raunverulega hugmynd um eðli þeirra, en ég vil þó nefna nokkur dæmi. 1. Rannsóknir á þroska ocj námserfiðleikum hjá byrj- endum með sérstakri hliðsjón af framförum í lestri. Þeim börnum, sem sérkennslu njóta vegna lestrarörð- ugleika, fer sífjölgandi í Danmörku, en reynda skólamenn greinir á um orsakirnar. Sumir telja, að losaralegra kennsluform, minnkandi agi og f jölgun áhugamála, er ekki snerta lestrarnámið beinlín- is (bíó, sjónvarp o. fl.), eigi mikinn þátt í, að börnin leggi sig ekki eins mikið fram við lestrarnámið og áður. Aðrir telja aftur á móti, að mikill fjöldi barna sé ekki

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.