Menntamál - 01.12.1956, Qupperneq 66
192
MENNTAMÁL
ÞURÍÐUR KRISTJÁNSDÖTTIR:
Skólamál á Norðurlöndum 1955.
(Endursagt úr ,,Skola och samhdlle“, nr. 1 1956).
Svíþjóð.
Þar er unnið að endurbótum á skólabókasöfnum. Bóka-
kostur þeirra er óvíða þannig, að börnin hænist að safn-
inu, og er því gagnsemi þeirra oft harla lítil. Þingið hefur
samþykkt frumvarp frá fræðslumálastjórn, eftir tillögu
reyndra bókavarða. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að kostnað-
urinn skiptist að jöfnu milli ríkis og sveitarfélaga, en
bókaverðirnir höfðu lagt til, að ríkið bæri hann eingöngu.
Bókasöfnin fá við þetta mun rýmri fjárhag en áður, en
mörg ár munu þó líða, áður en viðunandi skipan kemst
á málið. Fræðslumálaskrifstofan hefur fengið bókasafns-
fulltrúa, sem vinna á að þessu máli.
Verknámsskólum á að fjölga mikið, einkum iðnaðar-,
verzlunar- og hússtjórnardeildum. Það dregur þó úr fram-
kvæmdum, að ríkisframlag er ekki veitt til byggingar
margra þeirra.
Árið 1955 voru gerðar gagngerðar breytingar á náms-
efni og námstilhögun skólanna og ný námskrá gefin út. Þar
er m. a. stunda- og námsefnisskrá fyrir hjálparbekki og
einnig fyrir efstu bekki barnaskólans, og er þar með lagður
grundvöllur að nýju skipulagi á kennslu þeirra. í árslok gaf
fræðslumálastjórnin út fyrirmæli um námsefni gagnfræða-
skólanna, og er þar að miklu leyti um nýsköpun að ræða.
Næstum samtímis kom út námskrá fyrir hina óskiptu 9
ára skóla, sem til þessa hafa verið á tilraunastigi. Meðal
nýjunga þar eru námsflokkar í tungumálum, stærðfræði,
eðlis- og efnafræði fyrir efstu bekkina, utan skyldunáms-