Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 70

Menntamál - 01.12.1956, Page 70
196 MENNTAMAL samkennara hennar og á erindi til allra kennara, sem fylgj- ast vilja með nýjungum. Finnland. Barnaskólarnir bíða þar afgreiðslu laga, sem eru til með- ferðar í þinginu. Þau eiga m. a. að samræma barnafræðsl- una og skapa grundvöll fyrir þróun skólamálanna í fram- tíðinni. Afgreiðslan í þinginu hefur gengið hægt, en vonazt er til að henni ljúki á þessu ári. Launalögin hafa einnig tafizt, en þau miða að því að færa kennara á launaskrá ríkisins. Barnaskólinn í Finnlandi er 7 ára skóli. í sveitum hafa verið framhaldsnámskeið 8. skólaárið með minnst 100 tím- um. Svo stuttur kennslutími kemur vitanlega að takmörk- uðu gagni, enda eru sveitirnar sjálfar óðum að breyta þessu og bæta við fullkomnu skólaári, eins og er í bæjum. Inntökupróf í menntaskólana er orðið landspróf, samið af sérstakri prófnefnd, sem einnig setur strangar reglur um úrvinnslu. Prófið er þreytt í menntaskólunum vor og haust, og er einungis prófað í móðurmáli og reikningi, bæði skriflegum reikningi og hugarreikningi. Umsögn fyrri kennara um nemandann hefur einnig allmikið að segja. Æfingamenntaskólar fyrir kennaraefni hafa nú verið stofnaðir á tveimur stöðum utan Helsingfors. Æfinga- kennslan fer hér eftir fram undir umsjá æfingaskólans, en hefur áður verið undir umsjá prófessora í uppeldisfræði við háskólann í Helsingfors. Lengi hefur verið beðið eftir endurbótum á kennaraskól- unum, enda starfa þeir að sumu leyti enn eftir lögum frá 1866. 'Ýmsar tillögur hafa komið fram, og eru þesar helzt- ar: Tungumálakennslu skal auka, eitt erlent mál verði skyldunámsgrein, en hægt verði að læra tvö. Sjálfstætt nám skal efla og gefa nemendum kost á að leggja mesta áherzlu á þær námsgreinar, sem áhugi þeirra beinist að, t. d. með því að hafa deildaskiptingu, svipað og er í menntaskólum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.