Menntamál - 01.12.1956, Síða 71
MENNTAMÁL
197
Kennaraskólinn verði 4 ára skóli eftir miðskóla. Fyrir
nemendur, sem aðeins hafa barnaskólanám, verði 2 ára
undirbúningsskóli. Tveggja ára kennaradeildir, sem nú eru
starfandi fyrir stúdenta, skulu haldast óbreyttar.
í miðjum desember lagði stjórnin fram frumvarp til
laga um kennaranám. Það verður ekki við öllum þeim ósk-
um, sem að ofan getur. I því er gert ráð fyrir tvenns kon-
ar kennaraskólum, 4 ára skóla fyrir þá, sem hafa sótt und-
irbúningsnámskeið miðskólans og 5 ára skóla fyrir þá, sem
hafa sótt undirbúningsnámskeið barnaskólans. Erlend
tungumál eru ekki talin til skyldunámsgreina, og deilda-
skiptingin er heldur ekki nefnd. Æfingakennslan á bæði að
fara fram í æfingaskólum og almennum barnaskólum. Við
kennaraskólana á að vera mötuneyti, þegar hægt er, og
helzt heimavist. Að margra dómi gengur frumvarpið ekki
nógu langt, en getur átt eftir að taka breytingum í meðferð
þingsins.
Byggingaframkvæmdir hafa verið miklar á árinu. Ríkis-
framlag til skólabygginga er veitt á öðrum grundvelli en
áður. Til þessa hefur það verið viss hundraðshluti af öll-
um byggingarkostnaði, en verður nú veitt eftir svokölluð-
um „notafleti“ bygginganna, þ. e. a. s. ríkið tekur ekki þátt
í kostnaði við óþarfa íburð í byggingunum. Með þessu er
reynt að stuðla að meiri hagsýni í fyrirkomulagi skóla-
bygginga.
N oregur.
Menntamálaráðuneytið hóf í sept. 1955 útgáfu tímarits-
ins „Norsk skole.“ Ritið á að vera tengiliður skólayfirvalda
og skóla og auka kynni einstakra skóla og ólíkra skólastiga,
allt frá barnaskólum til háskóla, enda hætti „Universitets-
°g skole-annaler“ að koma út.
Norðmenn eru nú að setja nýjar reglur um styrkveiting-
ar í framhaldsskólum og fara þar að miklu leyti eftir
sænsku fyrirkomulagi. Styrkveitingaráð hefur verið stofn-