Menntamál - 01.12.1956, Page 72
198
MENNTAMAL
að. Það á að vera ráðgefandi um ríkisframlög til skóla- og
uppeldisstofnana og gera nákvæmar tillögur um veitingu
náms- og ferðastyrkja og námslána til framhaldsskóla-
nema. Tillögur þessar skal leggja fyrir þingið.
Heimilað hefur verið að veita undanþágu frá því að kenn-
arar, skólanefndarmenn og aðrir, er að skólum koma, þurfi
að vera í norsku þjóðkirkjunni, enda kenni þeir ekki krist-
infræði.
Nefnd, sem fjallaði um launamál kennara, lagði tillögur
sínar fram 1. nóv. 1955, og átti að leggja þær fyrir síðasta
þing. Þær breytingar á launalögunum, sem gerðar kunna
að verða, munu þó teljast gilda frá 1. jan. 1956.
Þrátt fyrir miklar byggingarframkvæmdir er enn mik-
ill skortur á skólahúsnæði. Ekki er enn lokið endurbygg-
ingu allra þeirra skóla, sem eyðilögðust í stríðinu, og
gildir þó enn bann við byggingu á leikfimisölum og handa-
vinnustofum.
Kennaraskortur er líka mikill, einkum er áberandi skort-
ur á málfræðingum. Kennarar skólanna verða því víða að
bæta við sig mörgum tímum fram yfir skyldutímana.
Lokið er byggingu 13 2ja ára gagnfræðaskóla víðs veg-
ar um landið. Það er liður í framkvæmd áætlunar frá 1940,
og þykja þeir gefast mjög vel.
Þrettán kennaraskólar eru nú starfandi, og hafa síðustu
ár að meðaltali verið brautskráðir 670 kennarar. Frá og
með 1956 munu þeir verða 1030. Kennaraskorturinn eftir
stríðið hefur leitt af sér þessa miklu aukningu.
Mörg sumarnámskeið eru haldin til að bæta úr þörf á
ýmsum sérkennurum, oft skipt á tvö sumur. Þau njóta
mikilla vinsælda, því að ekki þarf að fá leyfi frá störfum
til að sækja þau.
71 lýðháskóli með ríkisstyrk starfaði 1954—1955. Nem-
endur voru 4050. Aldur þeirra var nokkru hærri að meðal-
tali en árið áður, en þó eru of margir nemendur undir æski-
legum aldri. Sumir skólanna hafa gert tilraun með eldri