Menntamál - 01.12.1956, Page 80
206
MENNTAMAL
Þingið leggur ríka áherzlu á, að kvikmynda- og skuggamynclasafn
ríkisins verði aukið og hætt og kapp lagt á að afla íslenzkra mynda, og
enn fremur að sérstök liig verði sett um safnið á næsta Alþingi og
fjárhagur þess tryggður.
Þingið telur að herða beri til muna eftirlit með kvikmyndasýning-
um og átelur, hve mikil brögð eru að því, að börn fái aðgang að
myndum, sem þeim eru bannaðar.
14. fulltrúaþing S. í. H. ítrekar fyrri fordæmingu kennara á útgáfu
sorprita og lýsir ánægju sinni yfir því, að nú er halin barátta ýmissa
aðilja gegn sorpritum og ómenningu þeirri, sem siglir í kjölfar |>eirra.
lieinir þingið þeint tilmælum til allra bóksala á landinu að liafa eng-
in slík rit til sölu.
Kosnir voru af hálfu S. í. H. í netnct Ríkisútgáfu námsbóka Pálmi
Jósefsson, skólastjóri, og Gunnar Guðmundsson, yfirkennari.
A þinginu var tilkynnt stjcirnarkjör S. I. B. Stjórnin er þannig skip-
uð: Gunnar Guðmundsson, formaður, Kristján J. Gunnarsson, ritari,
Þórður Kristjánsson, gjaldkeri, Frímann Jónasson, varaformaður. og
meðstjórnendur Auður Eiríksdóttir, fngi Kristinsson og Jón Krisl-
geirsson.
Föstudaginn 8. júní sátu fulltrúar hádegisverðarboð borgarstjórans í
Reykjavík í Sjálfstæðishúsinu.
Frá Kennarasambandi Austurlands.
Dagana 15. og 16. sept. s. 1. var 12. aðalfundur Kennarasambands
Austurlands haldinn í barnaskólahúsinu í Neskaupstað. Gunnar
Ólafsson, form. samb. setti fundinn. Fundarstjórar voru þeir Steinn
Stefánsson og Oddur A. Sigurjónsson, en fundarritarar Davíð Áskelsson
og Valgeir Sigurðsson. Á fundinum voru mættir kennarar af sambands-
svæðinu ásamt nokkrunt gestum, samtals 31 maður.
Á fundinum flutti Skúli Þorsteinsson, skólastjóri, frásögn um ut-
anför, en liann hafði heimsótt allmarga skóla á síðasta ári, og Jóliarines
Óli Sæmundsson, námsstjóri, flutti erindi um vetrarstarfið. Auk þess
ræddi Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri, sem mætti á funclinum, vmis
viðhorf i skólamálum. Urðu allfjörugar umræður um jtessi erindi, og
kom það meðal annars fram, að kennarar eru mjög andvígir styttingu
skólaskyldunnar, a. m. k. ef engin önnur úrræði koma þar í mót lil
hjálpar unglingum.
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum:
I. Tólfti aðalfundur K. S. A. beinir þeirri eindregnu áskorun til
fræðslumálastjórnar, að hún láti þegar á næsta ári gefa út handbók,