Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 81

Menntamál - 01.12.1956, Page 81
MENNTAMÁL 207 þar sem í heild sé að finna cill lög og reglugerðir um skólahald, svo og um skyldur og réttindi kennara. 2. Tólfti aðalfundur K. S. A. beinir því til Ríkisútgáfu námsbóka, að hún láti sitja fyrir að gefa nú þegar út litprentaða landakortabók og einnig handhæga stafsetningarorðabók. 3. Fundurinn felur væntanlegri sambandsstjórn að koma á sýningu barna- og unglingabóka á næsta aðalfundi. Fundurinn telur mjög æskilegt, að safni slíkra bóka verði komið upp hjá Ríkisútgáfu náms- bóka. •f. Tólfti aðalfundur K. S. A. telur jjað mjög illa farið og til mikilla óþæginda fyrir skólana, ef Bókabúð Menningarsjóðs hættir störfum, jrví að hún liefur reynzt kennurum mjög hjálpleg um útvegun skóla- tækja. F'jölbreytt skólatækjaverzlun er brýn nauðsyn. Þess vegna beinir fundurinn því til Ríkisútgáfu námsbóka, hvort hún geti ekki tekið að sér slíka verzlun, ef hin liættir. í sambandi við fundinn var haldin sýning á kennslubókum og hjálparbókum fyrir kennara á Norðurlöndum. Á laugardagskvöld skoðuðu fundarmenn hið svo til fullgerða, glæsilega sjúkrahús, og voru móttökur Norðfirðinga allar hinar glæsilegustu. Stjórn sambandsins skipa nú: Steinn Stefánsson, formaður, Guð- mundur Þórðarson, gjaldkeri, Valgeir Sigurðsson, ritari, og lil vara: Skúli Gunnarsson og Jóhann Jónsson, allir á Seyðisfirði. J fundarlok var setið kaffiboð bæjarstjórnar og fræðsluráðs Nes- kaupstaðar, og var fundi slitið undir borðum. Aðalfundur Kennarasambands Eyjafjarðar. Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri laug- ardaginn 22. sept. s. 1. Formaður félagsins Hannes |. Magnússon, setti fundinn. Fundarstjóri var kosinn Einar M. Þorvaldsson, en ritari Eiríkur Sigurðsson. Fyrst fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, en að þeim loknum voru flutt eftirtalin erindi, og urðu nokkrar umræður á eltir þeim: Vetrarstarfið (Stefán Jónsson námsstjóri). Kristindómskennsla í heimilum og skólum (Valdimar V. Snævarr skólastjóri). Sparifjárstarfsemi í skólurn (Snorri Sigfússon námsstjóri). Norskir skólar (Eirikur Sigurðsson yfirkennari). Hann sýndi einnig nokkrar norskar námsbækur og uppeldismálarit. Ymislegt um skólamál (Þórarinn Björnsson skólameistari). Um kennslutækni (Steingrímur Bernharðsson skólastjóri). Hann

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.