Menntamál - 01.08.1960, Side 7
MENNTAMÁL
101
ið sín, ef nemandinn gleymir að anda að sér nægu lofti til
að knýja vél raddbandanna.
Fræðsla um þetta er auðvitað fyrst og fremst hlutverk
móðurmálskennara á öllum skólastigum, en auk þess gætu
heilsufræði- og jafnvel eðlisfræðikennarar aukið skilning
nemandans á myndun og beitingu mannlegrar raddar. Og
þá er vel, ef slík nauðsynleg fræðsla kemur nemandanum
úr sem flestum áttum.
Hvað er þá hægt að gera til úrbóta? Fyrst og fremst
þarf öll kennarastéttin að beita allri ýtni sinni og lagni til
þess að temja nemendum að svara með heilum setningum
og í þeirri rómhæð, að allir í stofunni megi mál nema.
Aulca þarf veg hins talaða orðs. Samfelld munnleg frá-
sögn í heyranda hljóði verði aukin í þeim greinum, sem
því verður við komið. Haga mætti slíkri endursögn þann
veg, að nemandi kynnti sér ákveðinn kafla eða sögu, skrif-
aði á miða nöfn, ártöl og helztu atriðisorð, en reyndi síðan
að endursegja með stuðningi þess, er hann hafði skrifað.
Þá skal á það bent, að þekkt ráð til raddþjálfunar ungl-
inga er tallcór. Hann hjálpar nemendum yfir þann hjall-
ann, sem örðugastur er — hömlur feimninnar. Þeir, sem
kenna söng, þekkja, hve erfitt er að fá venjulegan nem-
anda til að syngja einsöng. 1 kór fer feimnin af og styrk-
ur raddarinnar nýtur sín. Sama gerist í talkór. Þar er
hægt að temja nemendum að beita rödd sinni með hæfi-
legum styrk, og kennara gefst ágætt tækifæri til að kenna
reglur um réttan andardrátt. Viðfangsefnið verður að
vera ljóð, sem þátttakendur kunna utanbókar, svo að lát-
ið verði að sameiginlegri stjórn. Bezta aldursskeið fyrir
þessa kennslu reyndist mér löngum um fermingaraldur,
en miklu erfiðara að ná árangri síðar.
Vandaður lestur ljóða, sem lærð hafa verið utanbókar
eða nemandi hefur að minnsta kosti kynnt sér rækilega, er
jafnan prýðilegt viðfangsefni til raddþjálfunar.
Gott er að láta nemendur lesa upp ritgerðir sínar, eftir