Menntamál - 01.08.1960, Page 8
102
MENNTAMAL
því sem tími vinnst til, enda gleymist þá aldrei að leggja
megináherzlu á skýran flutning hins talaða orðs. Allt þetta
hlýtur að taka nokkurn tíma, en ekki er mér grunlaust um,
að eitthvað mætti draga úr tíma þeim, sem nú er varið til
stafsetningar, ef stórfellt átak væri gert til að bæta fram-
burð nemenda.
Þá er vafalaust nauðsynlegt, að góð meðferð talaðs orðs
njóti sín meir en nú er títt við öll próf skólanna, svo að
nemendum og kennurum megi ljóst vera, að til nokkurs sé
að vinna að leggja sig fram á þessu sviði eigi síður en
öðrum. Þá mundi ég telja æskilegt að í Kennaraskóla ís-
lans og B.A.-deild Háskólans væri öllum kennaraefnum
kennd undirstöðuatriði raddþjáHunar líkt og títt er um
leikara og söngvara.
Það er von mín, að íslenzkri kennarastétt, sem tókst á
15—20 árum að kveða niður draug flámælisins, takist í
næsta áfanga að kveða niður óskýrleika og flumburmæli
íslenzkrar skólaæsku.
Takmarkið er skýrmælt og vel talandi þjóð.
Sveinbjörn Sigurjónsson.