Menntamál - 01.08.1960, Page 9
MENNTAMAL
103
JÓNAS GUÐJÓNSSON:
Skólagangan hefst.
Erindi flutt á fundi foreldra sjö ára barna í Laugames-
skólanum 12. nóv. 1959, nokkuð stytt.
Sumstaðar erlendis er sá
háttur á hafður, að í byrj-
un skólaársins er haldinn
fundur með ícreldrum
þeirra barna, sem eru að
byrja skólagöngu. Þar er
leitazt við að skýra við-
horf skólans, hvað eigi að
kenna, kennsluaðferðir og
ýmsar kröfur, sem skólinn
gerir til nemendanna. Er
þetta gert til að reyna að
auka samstarf og eyða mis-
skilningi milli foreldra og
kennara. Ég vona, að þið
sjáið ekki eftir að eyða hér
með okkur einni kvöld-
stund, þó að segja megi, að
þessi íundur hefði átt að vera haldinn fyrr, en ýmsar ástæð-
ur valda því, að af því hefur ekki orðið fyrr en nú.
Á slíkum fundi sem þessum er ekki hægt að ræða málin
nema almennt. Um vandamál einstakra bekkja eða ein-
stakra barna verður viðkomandi bekkjarkennari að ræða
við foreldrana.