Menntamál - 01.08.1960, Side 12
106
MENNTAMÁL
eiginlegum skipunum, sem ætlaðar eru heilum bekk. Það
er sett í hóp, þar sem jafnt verður að ganga yfir alla og
þau persónulegu réttindi, sem það naut á heimilinu, eru
að mestu afnumin.
Allt þetta verður kennarinn að hafa í huga, þegar hann
tekur við sínum bekk. Það er áreiðanlega höfuðskylda
kennarans að fara hægt og rólega af stað. Sé t. d. komið
inn í 7 ára bekki í Kaupmannahöfn er athyglisvert að sjá,
hve rólega er farið og hvert nýtt atriði æft vel áður en
annað nýtt er tekið fyrir. Þar er talið hæfilegt að kenna
2—3 stafi á viku og rifja stöðugt upp það, sem áður er
lært. Mest er um vert að skapa jákvætt viðhorf hjá börn-
unum til skólans strax í byrjun. Og einmitt í byrjun skóla-
göngunnar er lagður grundvöllur að viðhorfi barnanna
til skólans, jákvæður eða neikvæður, sem lengi varir. Börn-
in þurfa því að fá létt og skemmtileg viðfangsefni og sem
fjölbreyttust. En ég verð að játa, að þarna syndgum við
oft upp á náðina en metum meira að byrja undireins á
kerfisbundnu og tilbreytingarlitlu námi.
Ég veit, að mörgum foreldrum finnst við fara of hægt,
kenna börnunum of lítið í byrjun. Ég álít, að þetta sé alveg
öfugt. Ég er viss um, að í mörgum tilfellum förum við of
hart, æfum undirstöðuatriðin ekki nógu vel og leggjum
ekki nógu traustan grundvöll til að byggja á síðar. Þá
verður einnig að hafa í huga, að meirihluti barnanna er
prófaður inn í skólann að vorinu, og reynslan hefur sýnt,
að yfirleitt dugar ekki minna en einn mánuður og oft þarf
lengri tíma til að ná voreinkunn í lestri. Það veitir því
ekki af að rifja upp verulegan hluta þess, sem lært var
árið áður. Þetta bið ég foreldra að hafa í huga, þegar
börnum eru fengnar bækur, sem þau hafa lesið áður. Og
hve vel sem reynt er að velja börn saman í bekki, er alltaf
mikill munur innbyrðis í hverjum bekk. Sum börnin verða
þá að fara aftur yfir það sem þau hafa lært áður, ef kennsl-
an á ekki að verða ofviða fyrir hin seinfærari. Að skipta