Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 20
114
MENNTAMÁL
Skýrsla til Menntamálaráðuneytis
um störf skólamálanefndar.
III. Um vienntaskóla, kennaramenntun o. fl.
A. Samþykktir Skólamálanefndar um menntaskóla, kenn-
aramenntun o. fl.
1. Nefndin telur nauðsyn bera til að auka fjölbreytni í
námi til stúdentsprófs. Bendir hún á eftirfarandi leiðir til
þess að ná því marki:
a) Aukið valfrelsi milli námsgreina að óbreyttri eða lítt
breyttri þeirri deildaskiptingu, sem nú er.
b) Skiptingu í fleiri deildir, sbr. samþykkt Félags
menntaskólakennara frá vorinu 1958.
c) Að deildaskipting verði lögð niður, en í þess stað tek-
ið upp valfrelsi milli námsgreinasamstæðna í 4.—6. bekk,
sbr. greinargerð.
Nefndin telur rétt, að sérstök nefnd, sem í eiga sæti
m. a. fulltrúar menntaskólanna og Háskólans, athugi,
hvort timabært sé að taka upp þá skipan, sem bent er á í
c—lið. Ef niðurstaðan yrði sú, að slíkt sé ekki tímabært,
mælir hún með, að fyrri leiðirnar verði farnar.
2. Nefndin leggur til, að einkunn í íþróttum verði ekki
talin með á stúdentsprófi.
8. Nefndin leggur til, að þeim nemendum, sem ljúka
námi frá Kennaraskóla Islands með 1. einkunn, verði veitt
réttindi til að stunda B.A.-nám við Heimspekideild Há-
skóla íslands og ljúka þaðan B.A.-prófum. Að loknu B.A.-
prófi hafi þeir síðan fullkomin háskólaborgararéttindi.