Menntamál - 01.08.1960, Side 21
MENNTAMÁL
115
4. Nefndin leggur til, að þeir nemendur, sem ljúka námi
frá Kennaraskóla íslands með 1. einkunn, eigi kost á eins
vetrar viðbótarnámi, er miðað sé við, að þeir geti að því
loknu tekið stúdentspróf.
5. Nefndin telur nauðsynlegt, að kennsluskrá Kennara-
skólans verði endurskoðuð m. a. í því skyni að auka kennslu
í þeim greinum, sem sérstaklega má ætla, að geri menn
hæfari til kennarastarfa, t. d. greinum, sem aukið geta
skilning á nemendum og vandamálum þeirra, andlegum og
líkamlegum, svo sem afbrigðilegri sálarfræði og sjúk-
dómafræði. Einnig þyrfti að samræma sumt námsefni
Kennaraskólans við námsefni menntaskólanna til þess að
auðvelda kennaraskólafólki að taka stúdentspróf, saman-
ber 4. lið.
6. Nefndin telur nauðsynlegt, að framkvæmdur verði
III. kafli laga nr. 16/12. marz 1947 um menntun kenn-
ara (þ. e. kaflinn um æfinga- og tilraunaskóla).
7. Nefndin telur, að inntökuskilyrði í Kennaraskóla ís-
lands skuli vera sem hér segir:
a) Stefnt skal að því, að eigi verði teknir yngri nem-
endur en þeir, sem verða 18 ára á því ári, sem þeir setjast
í 1. bekk.
b) Þeir, sem lokið hafa landsprófi miðskóla með sömu
einkunn og krafizt er til inngöngu í menntaskóla, skulu
hafa rétt til setu í Kennaraskólanum.
c) Þeir nemendur, sem ekki fullnægja því skilyrði, sem
sett er í b-lið, skulu taka sérstakt inntökupróf.
8. Nefndin telur, að stefna beri að því, að námstími
stúdenta við Kennaraskóla íslands verði tvö ár.
9. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess, hvort hækka
skuli lágmarkseinkunn til setu í menntaskóla og kennara-
skóla við landspróf eða lágmarkseinkunn við 3. bekkjar
próf í menntaskólum, sbr. tillögur þings menntaskóla-
kennara.