Menntamál - 01.08.1960, Side 24

Menntamál - 01.08.1960, Side 24
118 MENNTAMÁL Ákvæðin um reynslutíma settra kennara til skipunar gildi einnig um barnafræðslustigið. 15. Skólamálanefnd telur æskilegt, að sérkennarar (verk- námskennarar, íþróttakennarar, söngkennarar, handa- vinnukennarar og hússtjórnarkennarar) hafi a. m. k. al- mennt kennarapróf eða stúdentspróf auk 1—2 ára sér- náms í sinni grein. B. Úr greinargerd um samþykktir Skólamálanefndar um menntaskóla, kennaramenntun o. fl. Ad. 1. Enginn vafi leikur á því, að með breyttum þjóðfé- lagsháttum verður þess æ meiri þörf, að nokkur sérhæfing í námi komi fyrr en nú er, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. M. a. af þeim sökum telur nefndin rétt, að at- hugaður verði sá möguleiki að leggja deildaskiptinguna niður, en taka upp í þess stað valfrelsi milli námsgreina- samstæðna. Mætti t. d. hugsa sér, að eftir 8. bekk gæti hver nemandi valið, hverjar 6 greinir hann vill lesa til stúd- entsprófs. Þau takmörk mætti setja, að innan hverrar sam- stæðu væru 1—2 skyldugreinir, sem miklar kröfur væru gerðar í. Sennilega yrði þessu bezt fyrir komið með svip- uðu kerfi og nú er til B.A.-prófa, þ. e. kröfur metnar 1 stigum. Vitanlega yrði nefnd sú, sem hér er lagt til, að athugi þetta mál, að meta, hve mörg stig þættu nauðsyn- leg til stúdentsprófs. Kennsla yrði sennilega, ef þessi skipan yrði upp tekin, að fara fram í námskeiðum og lykju menn hverju próf- stigi að námskeiði loknu. Af svörum menntaskólakennara við spurningu nefndar- innar kemur fram, að þeir hafa megna vantrú á víðtæku valfrelsi.------ Ad. 3 og U- Tillögur 3 og 4 miða að því að auðvelda kennurum að afla sér faglegrar framhaldsmenntunar. Eins og nú er ástatt, eiga kennaraskólamenn erfitt með að afla sér réttinda til setu í háskóla. Helzta leiðin er

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.