Menntamál - 01.08.1960, Side 27
MENNTAMÁL
121
í Kennaraskólann. En ýmsir aðrir ágætir nemendur hafa
ekki í tæka tíð hugsað sér að fara í kennaraskóla og því
eigi lokið landsprófi, heldur tekið gagnfræðapróf, farið
utan til framhaldsnáms eða aflað sér staðgóðrar þekking-
ar á annan hátt og sýnt með því, að þeir séu mjög góð
kennaraefni. Væri það ávinningur fyrir Kennaraskólann
að geta veitt slíkum nemendum viðtöku. En þessir nem-
endur þyrftu að sanna með inntökuprófi, að þeir hefðu
nægilega undirbúningsmenntun til náms í Kennaraskól-
anum.
Ad. 8. Það er skoðun ýmissa kennara, sem málum eru
kunnugir, að eitt ár sé of stuttur tími fyrir stúdenta til
þess að öðlast kennaramenntun í Kennaraskólanum. Hafa
sumir greindir stúdentar, sem slíkt nám hafa stundað, lát-
ið þessa skoðun í ljós við fræðslumálastjóra. Víðast er-
lendis er krafizt 2—3 ára náms í kennaraskóla eftir stú-
dentspróf.
Skólamálanefndin telur, að stefna beri að því, að náms-
tími stúdenta við Kennaraskólann verði 2 ár. Ef aukið
yrði námsefni í samræmi við fyrri hluta 5. samþykktar,
kynni þetta að reynast algerlega nauðsynlegt.
Ad. 9. Nefndin telur ekki tímabært að hækka lág-
markseinkunnir þær, sem nefndar eru í tillögunni, fyrr
en framkvæmd hefur verið rannsókn á forsagnargildi
landsprófa. Hugvísindadeild Vísindasjóðs hefur veitt
tveimur kennurum styrk til slíkrar rannsóknar og þykir
rétt að bíða eftir niðurstöðum þeirra.
Ad. 10. Alþingi hefur borið þetta mál undir nefnd-
ina, sbr. bréf Menntamálaráðuneytis til Skólamálanefndar,
dags. 6. marz 1959.
Nefndin lítur svo á, að samþykkt þeirrar tillögu, sem
fram kom á Alþingi 1958, leysi ekki þann vanda, sem
henni er ætlað. Ef próflaus maður hefur á þennan hátt
unnið sér réttindi með því að vera kennari á tilteknum
stað, er engin trygging fyrir því, að hann haldi áfram