Menntamál - 01.08.1960, Page 28

Menntamál - 01.08.1960, Page 28
122 MENNTAMÁL að vera kennari þar, heldur öllu líklegra, að hann sæki, þar sem ásókn í embættin er meiri. Það fer því fjarri, að strjálbýlinu séu tryggðir kennarar með þessum hætti. En á það ber að líta, að hver maður, sem gegnt hefur kennaraembætti 10 ár eða lengur, hefur aflað sér mik- illar reynslu og mikilvægrar þekkingar í þessum efnum. Þá er og rétt að meta það, að hinir próflausu kennarar hafa vegna nauðsynjar þjóðfélagsins tekið að sér mikil- væg störf. Af þessum sökum vill nefndin gera þessum mönnum kleift að öðlast nokkur réttindi og bendir á tvær leiðir. Leið a fjallar um takmörkuð réttindi, þ. e. rétt til setu í embætti, sem menn hafa gegnt í 10 ár. Þykir þetta sann- girnismál, ef um er að ræða menn, sem að dómi yfirboð- ara (skólanefndar, námstjóra og fræðslumálastjóra), hafa reynzt nýtir í starfi. Leið b gerir ráð fyrir að haldin verði á nokkurra ára fresti námskeið fyrir próflausa kennara. Er enginn vafi á, að slík skipan myndi reynast vel, og tæplega er við því að búast, að hún sæti andspyrnu þeirra, sem réttindi hafa. Er hættara á, að svo kynni að fara um leið a. Hins vegar er leið a vænlegri til þess að tryggja strjálbýlinu hæfa kennara. Kristján Gunnarsson óskar tekið fram um afstöðu S. í. B.: „Samband ísl. barnakennara er mótfallið þeirra leið, sem bent er á í staflið a, enda munu stéttarsamtök kenn- ara beita sér ákveðið gegn því, að menn, sem ekki hafa aflað sér þeirrar sérmenntunar, sem krafizt er til kenn- araprófs, fái kennararéttindi. Aftur á móti er Samband ísl. barnakennara ekki and- vígt þeirri lausn, sem gert er ráð fyrir í leið b, að því til- skildu, að tryggt sé, að menntunarkröfur séu hliðstæðar því, sem krafizt er til kennaraprófs.“ Ad. 11. Skólayfirlæknir, Benedikt Tómasson, hefur í

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.