Menntamál - 01.08.1960, Page 32
126
MENNTAMÁL
skóla, áður en kemur að síðasta námsári fyrir kennara-
próf. Teldist það ár hluti af námstíma kennaraefnis, enda
veitti skólastjóri eða valdir æfingakennarar viðkomandi
skóla kennaraefninu nauðsynlegar leiðbeiningar og gæfu
Kennaraskólanum vottorð um starfið að loknu skólaári.
Lengd starfstíma skólanna.
Starfstími íslenzkra skóla er mun minni en sambæri-
legra skóla nágrannaþjóða.--------
Hér er nauðsyn, að skólar geti lengt starfsdag sinn, svo
að hægt verði með lesstofum og hjálpartímum að létta
miklum hluta heimanámsins af nemendum. Tel ég þetta
hina brýnustu þörf, og mun það samróma álit kennara og
samtaka þeirra. Hér verður því að gera framtíðaráætlun
um skólabyggingar, svo að tví- og þrísetning í skólastofur
hverfi með öllu á næstu árum.
Samfelldara nám.
Æskilegt tel ég, að stundaskrám skóla verði breytt
mjög frá því sem nú er algengast, svo að fáar námsgrein-
ar verði teknar fyrir í senn — á námstímabilum — og
prófum síðan lokið í þeim.------
Valfrelsi.
Heppilegt tel ég, að gagnfræðaskólum og nemendum
verði gefinn nokkur kostur valfrelsis um einstakar náms-
greinar, einkum í 3. og 4. bekk, um leið og setja þarf skýr-
ar kröfur um sameiginlegt námsefni höfuðgreina til hvers
prófstigs.
Skólaráð.
Æskilegt tel ég, að skólaráð barna- og gagnfræðaskóla
taki til starfa á ný með líkum hætti og áður var hugsað 1
fræðslulöggjöfinni (sbr. lög um fræðslumálastj. 19. maí
1930 og lög um fræðslumálanefndir frá 7. maí 1928).