Menntamál - 01.08.1960, Page 37
menntamál
131
vera í sömu stofnun, heldur að nemendur í hverjum ald-
ursflokki skólahverfisins fylgist að.
Nemendur fylgjast nú að tveimur árum lengur en áður,
og skapar það mörg ný viðhorf og vandamál, sem mikið
eru rædd. Slíkur samfelldur skóli verður að geta boðið
nemendum upp á fjölbreytni í námi í efstu bekkjunum,
til þess að mæta ólíkum áhugamálum og námsgetu. Mark-
miðið er, að skólinn veiti hverjum og einum sem hagnýt-
astan undirbúning undir framtíðarstarf, svarandi til óska
og hæfni.
Skólinn skiptist í 6 ára barnaskóla og 3 ára unglinga-
skóla. Þó má skipta annars staðar, þar sem það þykir
henta betur, og í sveitum og afskekktari byggðarlögum
verður víða skipt eftir 7. skólaárið. Þrátt fyrir þessa skipt-
ingu er lögð áherzla á, að unglingaskólarnir eru ekki sjálf-
stæð eining, heldur efstu bekkir hins samfellda skóla.
Námsefni barnaskólanna er hið sama fyrir alla nem-
endur, og gert er ráð fyrir bekkjarkennslu. Unglingaskól-
arnir, 7.—9. bekkur, hafa breytilega námskrá í ýmsum
greinum, en lögð er áherzla á, að deildir séu hliðstæðar,
jafnar. Á þessu stigi er þörf á sérkennurum, en bekkjar-
kennsla er þó talin æskilegri hjá deildum, sem illa geng-
ur nám.
í 7. bekk er gert ráð fyrir, að sama námsefni sé kennt
30 vikustundir í hverjum bekk og 5 stundir helgaðar sér-
námi deildanna, í 8. bekk eru fleiri stundir helgaðar sér-
náminu, en þó er enn auðvelt að flytjast milli deilda.
Við minni skóla, þar sem sérkennari hefur ekki nægan
stundafjölda í sinni grein í unglingaskólanum, getur ver-
ið rétt, að hann kenni námsgreinina í barnaskólanum.
Enska verður kennd frá og með 5. bekk. Það er því vit-
að, að brýn þörf verður á enskukennurum víða um landið.
Ráðgert er að halda enskunámskeið fyrir kennara, og þörf
verður á mörgum eftirlitskennurum í námsgreininni, sem
ferðast um landið og leiðbeina.