Menntamál - 01.08.1960, Síða 40
134
MENNTAMÁL
anakönnun meðal kennara leiddi í ljós, að yfirleitt höfðu
nemendur farið í þær deildir, sem þeim hentaði bezt.
Kennaraskólarnir hafa verið auknir undanfarin ár, svo
að nú útskrifast um 1500 kennarar árlega, og áætlanir eru
gerðar um enn frekari aukningu. Einnig hefur verið fjölg-
að í þeim deildum háskólanna, sem búa menn einkum und-
ir kennslustörf og nýjar eru settar á stofn. Nýtt embættis-
próf í uppeldisfræði hefur verið tekið upp við háskólann
í Osló, fyrst og fremst fyrir lektora við kennaraskóla, en
einnig við hvers konar framhaldsskóla. Þetta próf byggir
að verulegu leyti á reynslu í starfi.
Á árunum 1960—1970 er gert ráð fyrir, að um 16000
kennarar útskrifist frá kennaraskólum, um 5000 frá há-
skólum og um 2000 frá ýmsum sérkennaraskólum, og
mun það nokkurn veginn samsvara þörf. Komið verður á
eins árs framhaldsnámi fyrir kennara þriggja yngstu ald-
ursflokkanna.
Finnland.
Þrenn þýðingarmikil lög og þrjár reglugerðir komu til
framkvæmda þegar skólaárið hófst 1. ág. 1958, en það
eru lög um skyldunámsstigið, um laun og eftirlaun kenn-
ara og um kennaraskóla. Jafnframt féllu úr gildi næstum
allar reglugerðir og lög, sem gilt höfðu um barna- og
kennaraskóla.
Skylduskólinn verður alls staðar fullkominn 8 ára dag-
skóli, en áður máttu skólahéruð í sveitum hafa í stað 8.
skólaárs námskeið með minnst 200 stunda kennslu. Nýja
skólakerfið á alls staðar að vera komið til framkvæmda
1970.
Skylduskólinn skiptist í 6 ára barnaskóla og 2 ára ungl-
ingaskóla. Skil milli hærri og lægri bekkja barnaskólans
eru afnumin, kennarar hafa sömu menntun, laun og
kennsluskyldu, 30 stundir á viku, í öllum barnaskólanum.
Til kennslu í unglingaskólum þarf hér eftir kennarapróf