Menntamál - 01.08.1960, Page 49

Menntamál - 01.08.1960, Page 49
menntamál 143 ar dregur í skólastigann, er t. d. allmiklu hærri að jafn- aði í menntaskóla en í barnaskóla, og hæst í háskóla. Yfir- leitt er árangur nemenda í þeim mun betra samræmi við greind hans, sem hann er þroskaðri. Einnig er þess að gæta, að yfirleitt heltast þeir, sem miður eru hæfir, fyrst úr lestinni, þannig, að sá hópurinn sem lýkur háskólaprófi t. d. er allmiklu samvaldari en sá hópur, sem lýkur lands- prófi. Eigi er góð greind einhlít til árangurs í námi; kemur þar margt annað til. Nefna má t. d. efni, námsskilyrði, heimilisástæður. Stórt atriði í þessu sambandi eru náms- venjur og ástundun. Meðalgreindur nemandi getur mjókk- að eða unnið upp bilið milli sín og hinna greindari með iðni og skynsamlegum vinnubrögðum. Enda þótt meðal- greindur nemandi gæti þannig staðið jafnfætis allmiklu greindari nemendum t. d. í menntaskóla, gæti verið að námsgeta hans hrykki eigi til háskólaprófs. Af þeim sök- um gera sumir háskólar að inntökuskilyrði lágmarks- árangur í námi og lágmarksgreindarvísitölu (115-120 stig). Enn ber þess að gæta, að nemandi, sem eigi fullnægði þess- ari lágmarksgreindarvísitölu, gæti haft sérgáfu, þ. e. rík- an hæfileika á einhverju sviði, sem eigi fengi notið sín á greindarprófi. Miklu máli skiptir, að frammistaða nemenda í námi sé nákvæmlega mæld. Er þá ljóst, að ekki er hægt að not- ast við einkunnagjöf svo sem hér tíðkast almennt. Aðalheimikl: Psychology in Education: H. Sorenson. Mc Graw-Hill; 2. útg. 1948. Bls. 210-216. - Bls. 507-509.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.