Menntamál - 01.08.1960, Síða 52

Menntamál - 01.08.1960, Síða 52
146 MENNTAMÁL ans, sem og sú krafa, að nemendur hans mega ekki fara yfir hinn viðráðanlega fjölda 250 til 300. Skipan skólans er í samræmi við hinn þríþætta tilgang hans, sem er: vísindalegt uppeldi, starfsþjálfun og sköpun menningarverðmæta í og með samskiptum nemenda og kennara. Hinn vísindalegi skóli. Að stunda vísindi er að leita sannleikans vegna sann- leikans sjálfs. Val námsefnisins ákvarðast af starfi því, sem nemandinn á síðar að takast á hendur. Fyrir kennar- ann hlýtur uppeldisfræðin að vera mikilvægust. Illu heilli hefur hún þó lengi verið vanrækt í háskólunum, og þess vegna er hún enn á tilraunastigi fremur en að vera full- rannsökuð vísindagrein. Löngu áður en háskólunum varð ljós hinn mikli óplægði akur í uppeldis- og menntamálum, sem og varðveizla og miðlun menningarinnar, höfðu allir aðrir mikilvægir þætt- ir tilverunnar verið rannsakaðir og menn fræddir um þá. Uppeldisfræðin er á margan hátt sérlega erfið vísinda- grein. Hún hlýtur að fela í sér og höfða til allra sviða mann- legrar þekkingar að svo miklu leyti, sem sú þekking hefur gildi fyrir uppeldið. Þetta er miklu víðfeðmara en svo, að nokkur einstaklingur geti tileinkað sér það allt. Þar að auki er markmið uppeldisfræðinnar •— vegna algengra upp- eldislegra sanninda — sífelldum breytingum undirorpið. Til þess að skilja þetta verður maður að vera fær um að skírskota til sögunnar og hafa hagnýta þekkingu á tak- teinum. Sú staðreynd veldur og sérstökum erfiðleikum, að upp- eldisfræðin er ekki eingöngu fræðileg, heldur hefur hún einnig sínar raunhæfu hliðar. Mörg vandamál eru auðsæ, ef kennaraefni hefur áður haft einhverja kennarareynslu. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir kennaraefnið að hlusta oft á raunverulega kennslu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.