Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 56

Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 56
150 MENNTAMAL sönnur á það með tilveru sinni og kennslu, að leitin að sannleikanum sé ekki árangurslaus. Hann verður að sýna, að það er mögulegt með einþeittu vitsmunalegu átaki að koma reglu á öngþveiti skoðana, verðmæta og sannfæring- ar, sem ruglar menn á okkar tímum. Þess er vissulega vænzt fyrirfram, að kennaraefnin séu fús til og fær um að leggja á sig það erfiði, sem háskólanám krefst. Framtíð kennaraháskólans veltur á því, að hann geri ekki minni kröfur um andlegt atgjörvi en aðrar há- skóladeildir. Aðeins þá getum við gert okkur vonir um, að hann muni draga að nægilega hæfa nemendur, sem eru jafn námfúsir og móttækir fyrir menntun og mikilvægi framtíðarstarfs þeirra hæfir. Starfsþjálfun. Til þess að verða góður kennari þarf miklu meira en þá þekkingu, sem vísindin geta veitt. Þess vegna verður verk- leg þjálfun frá fyrstu byrjun að vera nátengd bóklega náminu. Þetta verður gert í fyrstu með því að heimsækja skóla af öllu tæi, meðal annars leikskóla, uppeldishæli, leiðbein- ingastöðvar og aðrar slíkar stofnanir, sem veita innsýn í það, hversu margbreytilegt uppeldisstarfið er í fram- kvæmd. En athugunin ein getur aldrei komið í stað eigin starfs. Það er þess vegna bráðnauðsynlegt — jafnvel strax í leyf- inu eftir fyrsta kennslumisserið —, að kennaraefnið inni af hendi borgaralega þjónustu í að minnsta kosti fjórar vikur, eins og venja er í Hamborg, Nord-Reihn Westfalen, Neðra Saxlandi og víðar. Þetta er gert í samvinnu við uppeldisstofnanir, sem ekki veita beina skólafræðslu, t. d. leikskóla eða barna- heimili, hressingarheimili barna og sumarbúðir, ferða- mannaaðstoð á járnbrautarstöðvum og fleiri slíkar stofn- anir. Þetta mun víkka sjóndeildarhringinn og gefa mönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.