Menntamál - 01.08.1960, Page 58

Menntamál - 01.08.1960, Page 58
152 MENNTAMAL til endurfæðingar hennar í stað þess að bíða með óþreyju eftir að losna úr útlegðinni. Til þess að þetta megi verða, þarf að gera enn meira til að bæta starfsskilyrði sveita- kennarans og gera starf hans eftirsóknarvert. Þá verður einnig auðveldara fyrir kennaraháskólann að vekja áhuga á uppeldismálum. Allt starf Kennaraháskólans í mynd verklegrar þjálf- unar verður samt ófullkomið, ef því fylgir ekki rækileg kennsluskylda, áður en kennaraefnin eru útskrifuð sem fullgildir kennarar. Háskólamenntun er aðeins fyrsta stigið í alhliða námi barnakennarans. Það er að krefjast of mikils að láta ný- bakaða kennara taka strax á sig fulla ábyrgð kennslustarfs- ins. Það er hvorki hægt að réttlæta af sparnaðarástæðum né sökum núverandi kennaraskorts. Reyndar er hvorki læknum, lögfræðingum né guðfræðingum fengin full ábyrgð í þeirra starfsgreinum strax að námi loknu. Á sama hátt verður að sjá kennurunum fyrir viðbótartíma- bili eftir prófið, sem þeir geta notað til þjálfunar og þess að vinna sig smátt og smátt upp í starf sitt. Sé þetta ekki gert, er háskólamenntun kennara ófullkomin. Menningaráhrif samvistanna. Skólarnir verða að vera menningarstofnanir í ríkara mæli en nokkru sinni áður. Þetta getur því aðeins orðið, að sannmenntað fólk starfi þar. Hvernig verður maðurinn svo sannmenntaður ? Vís- indalegt nám og starfsþjálfun tryggja það engan veginn, jafnvel þótt ekki sé litið á námið eingöngu sem skref í þá átt að vinna sér fyrir daglegu brauði. Sem uppalanda er þess fyrirfram vænzt af kennaranum, að hann setji sér æðra mark. Kennarinn hefur fágætt tækifæri til að sneiða hjá einhæfingu, en lifa fjölbreyttu andlegu lífi. Hann ætti að þekkja hina auðugu menningararfleifð okkar og til-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.