Menntamál - 01.08.1960, Side 59

Menntamál - 01.08.1960, Side 59
MENNTAMÁL 153 einka sér hið bezta úr henni í lífsháttum sínum. Að and- legu atgervi ætti hann að vera meðal hinna útvöldu. Það er hlutverk kennaraháskólans sem menntastofn- unar að hjálpa honum til að ná þessu takmarki. Yið skul- um ekki blekkja okkur með því að álíta það hlutverk auð- velt. Mest verður að koma að innan frá kennaraefninu sjálfu, svo sem fróðleiksfýsn, andlegur næmleiki og viljinn til að menntast. Hann verður að mæta háskólanum á miðri leið. Það, sem þeir kynnast í skólanum í fyrstu, er einkum kennslufræðilegs eðlis: fyrirlestrar, ritgerðir, kennslu- æfingar. Þetta getur leitt til tilbreytingarleysis, orðið að vana, sneyddum ánægju, þar sem allir gera eingöngu hið nauðsynlegasta og fara að lokum sínar eigin leiðir. Kennaraháskólinn gæti einnig orðið andleg uppspretta, sem ekki gleymdist, heldur leysti úr læðingi andlegt líf, sem kennaranum ber að glæða og hlynna að meðal fólks- ins. Hvernig má þetta verða? Það verður að vera til staðar ótvíræður skilningur kenn- ara og kennaraefna á sameiginlegu hlutverki þeirra. Við erum hér saman til að vinna að þjóðaruppeldi. Það þýðir meðal annars, að við berum sameiginlega sérstaka siðferðis- kennd í brjósti og erum uppeldislega sinnuð. Þetta gerir okkur frábrugðin öðru fólki, sem lifir og hugsar með annað takmark fyrir augum. Það heldur vakandi hjá okkur með- vitundinni um það, að við berum meiri ábyrgð en aðrir. Þetta skuldbindur okkur til að nota vel þennan stutta þriggja ára námstíma og haga lífi okkar í skólanum á þann hátt, að við fáum að kynnast hér öllum þeim mann- legu og uppeldislegu verðmætum, sem við eigum síðar að bera ábyrgð á í starfi okkar. Þýtt úr tímaritinu Panorma, hausthefti 1959. Þráinn Guðmundsson þýddi.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.