Menntamál - 01.08.1960, Page 63

Menntamál - 01.08.1960, Page 63
MENNTAMÁL 157 miklu um. Mikill munur er á því, hvort starfið birtist hon- um sem lokkandi viðfangsefni, er reynir á hæfileka hans og þekkingu, eða drep-leiðinlegt strit. Orsökin er oft lé- leg líkamleg heilbrigði, hann hefur ekki aðstöðu til iðkun- ar hollra tómstundastarfa eða hann lifir ekki í því um- hverfi, menningarlega eða félagslega, sem hann æskir. Daglegar venjur kennarans, matarræði, hvíld og afslöpp- un geta og haft hin mestu áhrif í hvora áttina, sem vera skal. Þá skal bent á fáein atriði, sem ættu að hjálpa kennaran- um til þess að sigrast á vandamálum þeim, sem hér ræðir: 1. Reyndu að vekja hjá þér innri metnað til þess að leysa kennslustörf þín sem allra bezt af hendi. Ef þú viðurkenn- ir ekki mikilvægi kennslunnar í heild og hefur ekki gleði af starfinu, þá er sennilega um þreytu að ræða, sem á ræt- ur að rekja til leiða. 2. Eigir þú við einhver sálræn vandamál að stríða, skaltu horfast í augu við þau af fullri einurð. Leitastu við að temja þér fullkomið sjálfstraust og reyndu af fremsta megni að vinna bug á tilfinningum, sem kunna að ásækja þig, svo sem reiði, hatur og ótti. 3. Reyndu að sigrast á tilbreytingarleysi í starfi og hafa kennsluna fjölbreytta. Við það geturðu öðlast ný sjónar- mið. 4. Lifðu reglubundnu lífi, það er alltaf tími afgangs til tómstundastarfa utan vébanda kennslunnar. Neyttu kjarn- mikillar og f jörefnaríkrar fæðu. Njóttu þeirrar hvíldar og afslöppunar sem þú getur. Verðu nokkrum tíma daglega til mats á því, sem þú telur þig hafa áorkað. Mundu það, að kennsla, sem er eingöngu strit, en ekki leikur að neinu leyti, er leiðinleg frá sjónarmiði nemandans. 5. Gerðu skrá yfir dagleg störf og viðfangsefni. Hug- leiddu rækilega, hvort ekki er hægt að fækka atriðunum á listanum. 6. Reyndu að tileinka þér ákveðna tækni í afslöppun.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.