Menntamál - 01.08.1960, Side 65

Menntamál - 01.08.1960, Side 65
MENNTAMÁL 159 Kennsla erlendra mála í barnaskólum. ÚTDRÁTTU R úr slcýrslu 3. ráðstefnu alþjóða ráðgjafanefndar um námsefni í skólum (Intemational advisory committee on the school curriculum), haldin í París 29. sept. til 11. okt. 1958. Gefinút af Menningar og vísindastofnun Sameinuðu- þjóðanna (UNESCO — United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization). Ed/165. París 31. marz 1959. Kennsla erlendra tungumála. Nefndin er algjörlega sammála um það, að nauðsynlegt sé að hvetja til að kennd séu nútíma tungumál í skólum. Þró- un hraðgengra flutninga- og samgöngutækja hefur beinzt í þá átt, að þjóðum heims er nú orðið kleift að stórefla sam- skipti sín á milli. Aukið nám erlendra tungumála myndi stórum auðvelda þessi samskipti. Það er orðið nauðsyn- legt ekki aðeins af almennum þjóðfélagslegum ástæðum, heldur einnig vegna menningarlegra og vísindalegra kynna í heimi, þar sem vísindi, tæknifræði og mannleg viðhorf taka nýrri þróun, og af hagkvæmum ástæðum vegna hinn- ar öru þenslu heimsverzlunarinnar svo og í þeim tilgangi að efla og bæta skilning og sambúð þjóða. Á að kenna erlend tungumál í barnaskóla? Vandamálið, sem nefndin tók til meðferðar, snérist þó ekki um kennslu erlendra tungumála almennt, án tillits til þess á hvaða fræðslustigi hún skyldi felld inn í námsefnið, heldur kennslu þeirra á ákveðnu fræðslustigi, þ. e. s. í barnaskóla. Er hér var komið, varð hún að viðurkenna, að íandfræðileg og málvísindaleg aðstaða í ýmsum löndum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.