Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 66
160
MENNTAMÁL
heims er svo breytileg, að ógerlegt er að mæla með nokk-
urri einfaldri fræðslutilhögun í þessum tilgangi, sem allir
gætu við unað. Þótt hægt sé og framkvæmanlegt í sum-
um löndum að hef ja kennslu í erlendu máli á barnafræðslu-
stigi, verður það aðeins gert í framhaldsnámi í öðrum
löndum. Ef ákveða skal, hvenær hefja eigi málakennsluna,
verður að taka margt til athugunar. Er hið erlenda tungu-
mál, sem um er að ræða kennt til jafns við móðurmálið
(bilingual situation), t. d. franska í Kanada? Er skyldleiki
milli byggingar og orðaforða móðurtungunnar og erlenda
málsins, eins og t. d. milli ítölsku og spænsku, eða er mál-
ið óskylt, en þó með líkt letur og byggingu ?
Einnig er nauðsynlegt að íhuga, frá stjórnmálalegu og
landfræðilegu sjónarmiði, hvort alls staðar er sama þörf
á námi framandi tungu og hvort telja beri, að það leiði til
auðveldari samskipta. Við ólík vandamál verður þó að
etja, hvað þetta snertir, svo sem sambúð Mið-Austurlanda
og spænsku- og portugölskumælandi landa Suður-Ameríku.
Annað atriði kemur hér einnig til greina, það hvort aðeins
ein tunga ríki í viðkomandi landi eins og í Englandi og
Frakklandi eða fjöldi ólíkra tungumála, sem taka verð-
ur tillit til, líkt og í Indlandi.
Ennfremur ber að athuga, hve langt barnaskólanámið
eða skyldufræðslan er. Á fyrri ráðstefnum sínum hafði
nefndin talið, að barnaskóli tæki við börnum á aldrinum
6 til 7 ára og veitti þeim menntun til 11 eða 12 ára aldurs.
En þetta er samt langt frá því að vera almenn regla.
Það er því afar vafasamt, að það komi að tilætluðu
gagni að hefja kennslu í erlendu máli í barnaskóla,
þar sem skyldunám er aðeins fjögur ár. Hins vegar eru
mörg lönd í Vestur-Evrópu að lengja skyldunámið til 15
eða 16 ára aldurs og telja jafnframt brýna þörf fyrir mála-
kennslu á því stigi, og auðvelda barninu þannig mjög
framhaldsnám í viðkomandi máli.
Um þetta getur nefndin ekki gefið nein ráð, sem al-