Menntamál - 01.08.1960, Side 71

Menntamál - 01.08.1960, Side 71
MENNTAMÁL 165 tungumálakennslu. Tilraunir hafa verið gerðar í mörgum löndum með útvarps- og sjónvarpsskrá, notkun grammó- fóns og segulbands til að kenna réttan framburð og einnig kvikmyndir og myndræmur. Misjafn árangur hefur náðst og því augljóst, að notkun þessara kennslutækja er enn á tilraunastigi. Önnur staðreynd er það svo, að notkun þeirra er háð því, að reyndir kennarar séu að verki, sem kunna að beita þeim til eflingar kennslunni. Hér er vafalaust mikil þörf frekari rannsókna, bæði á námsaðferðum í tungumálakennslunni og þróun og notkun heyrn- og sjónkennslutækja. Nefndin ræddi um það, hvernig skipa skyldi erlendu tungumáli rúm í daglegri stundarskrá barna- skólanna. Slíkt hefur þegar verið gert í löndum þeim, sem hafa komið tungumálakennslunni á. Talið er, að venju- lega sé þetta vandamál, sem hvert ríki eða stjórnarvöld verði að leysa sjálf. Vænta má, eins og reynslan hefur sýnt í mörgum náms- greinum, að stuttur tími eða 20 til 30 mínútur dag hvern sé vænlegra til árangurs en lengri tími aðeins tvo eða þrjá daga í viku. Þjálfun tungumálaJcennara. Sérhver námsskrá í barnaskólum, sem gerir ráð fyrir kennslu í erlendu tungumáli, hlýtur að vera háð því, að nægilegt framboð sé á tungumálakennurum og að þeir séu vel hæfir og menntaðir. Undirbúningur og þjálfun þeirra, eins og nú gerist, að lögð er áherzla á nákvæma rannsókn og nám í sígildum bókmenntum, málfræði og byggingu málsins er vissulega gagnlegur fyrir kennslu þroskaðra nemenda, t. d. í menntaskóla, en er sennilega ekki það bezta fyrir kennara, sem freista vill þess að miðla ungum börnum grundvallarþekkingu hins framandi máls. Því er þörf á hóflegri og hentugri þjálfun. Slíkri þjálfun skyldi beint að því að gera kennaranum tama rétta notkun niálsins, góðan framburð og glæða ást hans á málinu. Eigi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.