Menntamál - 01.08.1960, Page 73

Menntamál - 01.08.1960, Page 73
MENNTAMÁL 167 Af erlendum vettvangi. Frá Noregi. í Noregi hefur svokallað tilraunaráð starfað síðastliðin 5 ár. Nú- verandi formaður þess er Hans Östvold. Tilraunaráðið liefur unt- sjón með ýmsum tilraunum, er gerðar eru með nýjar námsgreinar í norskum skólurn. Sem dænii má nefna, að tilraunir eru nú gerðar með kennslu í ensku í fiminta bekk barnaskóla. I framhaldsskólun- um eru aftur á móti gerðar tilraunir með ýmis konar starfsfræðslu og í æðri skólum t. d. sálarfræði, heimspeki og listasögu. í kennara- skólunum eru gerðar tilraunir með þriggja ára stúdentadeild og fjög- urra ára nám fyrir þá, sem lokið hafa gagnfræðaprófi. Tuttugasta febrúar síðastliðinn birtist grein í Norsk skuleblad, sem nefnist Burt meö áhyggjur nf einkunnum. Greinin íjallar um sænska einkunnakerfið, en eins og kunnugt er, er bókstafakerfið notað í Svíþjóð. í þessari grein er það talið úrelt og mælt með því að taka upp almennar umsagnir í stað einkunnagjafa. Til skýringar er tekið dæmi unt vitnisburð nemanda nokkurs í barnaskóla í Sviss. Hegðun: Ég hcf alltaf verið ánægður með hegðun I’éturs. Hann er traustur nemandi, lijálpfús og vingjarnlegur. Reglusemi: Góð. Iðni og ástundun: Pctur hefur tekið miklum framförum í lestri, enda þótt honum veitist það ekki létt. Hann byrjar að nýju með tniklum ákafa og missir ekki kjarkinn og starfsgleðina. Þetta er mér til mikillar gleði. Afliöst: I reikningi er afköstum mjög oft ábótavant, en stundum bregður til batnaðar. Hann gleymir oft tölustöfunum, og það veld- ttr honum erfiðleikum. Honum hefur farið mikið frarn í lestri og 'nálfræði og einnig í skrift. Honum reynist teikningin erfið, en þykir hún skemmtileg. Hann verður að halda áfram á sama hátt. Hér á eltir fer síðan undirskrift kennara og foreldra. Vitnisburð- unnn er síðan sendur kennara aftur innan þriggja daga. Kennari á pcrsónulegt viðtal við foreldra bæði í skólanum og utan skólatíma. Hér kernur svo umsögn eins kennara um þetta einkunnafyrirkomu- „Ég hef aldrei nokkurn tíma gefið einkunnir með betri sam- Vlzku en einmitt nú. Það bezta við þetta fyrirkomulag er, að ekki er lengur þörí á að leggja saman og draga frá, en í raun og veru

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.