Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Síða 24

Menntamál - 01.08.1972, Síða 24
um að leiðbeiningar og ábendingar frá fræðslu- yfirvöldum séu ekki bindandi, heldur beri að líta á þær sem tillögur. Enginn vill smásmugu- leg fyrirmæli um hið daglega skólastarf. Skóla- stjórinn, kennarinn og nemendurnir verða í sam- vinnu að velja milli hinna mörgu möguleika. í Noregi stendur að vísu í skólalögunum að námsskrár fyrir einstakar greinar og tímaskipt- ingin í „mþnsterplanen" sé bindandi fyrir alla skóla, en jafnframt er bent á að innan ramma námsskránna (sem fjalla um 3 ár í senn) hafi kennarinn frjálsar hendur og geti valið námsefni og starfsaðferðir sem hæfa liverjum bekk. Ábyrgð lians á kennslunni hefur því aukizt. Frá Finnlandi er svipaða sögu að segja: ann- að livort er skýrt tekið fram að námsskrárnar séu aðeins til leiðbeiningar og hjálpar, eða jjær eru jaað rúmar að kennarinn getur sjálfur skipu- lagt kennsluna. Hörður Bergmnnn þýddi. «---------------------------« Kristinn Björnsson, forstöðumaður: Sálfræði- þjónusta skóla er sérgrein hagnýtrar sálfræði '» ♦ I. Inngangur Allt frá námsárum mínum í háskóla, um 1950, hef ég orðið vitni að margvíslegum umræðum og deilum um sálfræðiþjónustu skóla, liver nauðsyn hennar væri, hvaða vandamálum hún ætti að sinna, liver menntun og verksvið skólasálfræðinga ætti að vera, hvort jiessi starfsemi ætti að vera til eða hefði yfirleitt rétt á sér, o.s.frv. Fftir að hafa svo lengi hlýtt á umræður, jafnvel tekið ]>átt í þeim, og unnið að sálfræðiþjónustu fyrir skóla- börn allt að 20 árum (fyrst í hlutastarfi en lengst af aðalstarfi), ætti að vera hægt að segja eitthvað út frá eigin reynslu um þessi mál. Ég vil því líta yfir farinn veg, reyna að meta án fræðilegra hug- leiðinga ]>að, sem ég tel mig hafa lært af reynsl- unni, og gefa bendingar um viðhorf og verkefni, sem byggja jrarf starfið á í framtíðinni. Ég hóf Jætta starf með nokkuð sérstök sjónar- mið í huga. Um nokkurra ára skeið (1954—1960) MENNTAMÁL 162

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.