Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 4
122 V O R I Ð Það leit út fyrir, að þetta ætluðu að verða ömurleg jól í Grænuhlíð. Hinn fátæki bóndi, Ásbjörn Holt, hafði legið veikur um lengri tíma, og kona hans var einnig mjög heilsutæp. Það hafði verið lítið um peninga undanfarna mánuði. Þau voru fjögur í heimili, og þótt það sé kannski ofmælt, að þau hafi solt- ið, var þó enginn afgangur af því. Þór, 12 ára sonur þeirra hjóna, varð að taka á sig mestöll störfin á heimilinu. Þegar hann kom heim úr skólanum á daginn, fór hann að höggva við í eldinn, bera vatn og annað fleira. Hann vann nálega á við fullorðinn mann. Inga litla, sem var aðeins fimm ára, hjálpaði þó til eins og hún gat, en það var nú ekki svo ýkja mikið. Helzt gat hún eitthvað hjálpað mömmu sinni inni við. — Hvenær ætlar pabbi að sækja jólatréð? — spurði Inga litla ein- hverju sinni upp úr eins manns hljóði. Móður hennar gekk illa að svara þessari spurningu, því að hún vissi ekki, hvort Ásbjörn myndi komast á fætur fyrir áramót. ;— Við sjáum nú til — sagði hún, eins og oft áður. — Það verða ein- hver ráð með það. — En dagarnir liðu og aðfangadags- kvöldið nálgaðist óðfluga. Ekkert jólatré var enn komið til þeirra. Ásbjörn var vanur að sækja jólatré út að Steinstjörn. Þar stóðu nokkur lítil og hentug grenitré niðri á t j arnarbakkanum. Þór var einnig áhyggjufullur út af jólatrénu. Hann saknaði þess eins og litla systir hans, og þegar ekki voru eftir nema þrír dagar til jóla, tók hann ákvörðun. — Ég sæki tréð sjálfur — sagði hann við sjálfan sig. — Það getur varla verið mikill galdur. Hann gat haft með sér öxi, og hann var nógu sterkur til að bera tréð heim. Þetta var sem sagt ákveðið.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.