Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 24
142 V O R I Ð til, kallaði ég á hundinn minn, Jim, sem enn var hálfgerður hvolp- ur, og bjóst ég við að hann myndi verða glaður yfir að mega taka þátt í þessu ævintýri, eins og ætíð áður við slík tækifæri. En í þetta sinn lagðist hann niður á sjávarbakkann og tók til að gjamma af öllum mætti. Hann vildi ekki koma út í bátinn. Hvað eftir annað reyndi ég að lokka hann til mín, bæði með illu og góðu, en hann gelti enn tryllingslegar en áður. Þetta snart mig eitthvað illa. Við fullvissuðum okkur um, að allt væri í lagi með bátinn, en Jim lét sig ekki og mótmælti af allri sinni hundssál að koma með okkur. Nú tók ég ákvörðun: Ég hætti við að fara á sjóinn, og félagi minn féllst einnig á það. Þó er ég hrædd- ur um, að honum hafi fundizt ég eitthvað einkennilegur í kollinum. Úti á víkinni sáum við um fimmtíu aðra báta, alla að veiðum. Veðrið var dásamlegt, lieiður himinn og blæja logn. En margir af þeim bát- um, sem voru við fiskidrátt úti á víkinni í þetta sinn komu aldrei aftur. Eftir nokkra klukkutíma kom gola, golan varð að stormi og stormurinn varð að fárviðri. Og síðari hluta dagsins gekk sjórinn á land yfir hafnargarðinn. — W. M. Eldiviðarhlaðinn lá góðan spöl frá húsi okkar, svo að við höfðum vanið hundana okkar — þeir voru þrír, á að sækja eldivið og koma með hann inn í húsið. Venjulega gerðu þeir þetta ekki, nema þeim væri skipað það, þó kom það fyrir, að þeir gerðu það án þess. En alltaf launaði mamma þeim með góðum bita, þegar þeir komu með eldivið- inn. Dag nokkurn kom Skotti — smalahundurinn okkar — með eldi- viðarkubb og klóraði í útidyra- hurðina. Mamma gekk fram, opn- aði hurðina, tók af honum kubb- inn og lét hann í eldiviðarkassann hjá eldavélinni. En hún var í önn- um og gleymdi hinum venjulegu burðarlaunum. Skotti stóð kyrr andartak og hugsaði fast um þetta fyrirbrigði. En síðan opnaði hann hurðina, tók eldiviðarkubbinn sinn úr kass- anum og bar hann út aftur, en svipur hans sagði eitthvað á þessa leið: Það er betra að bíða með að koma með kubbskömmina þangað til seinna er ég fæ eitthvað fyrir það. Skotti var nefnilega skozkur smalahundur. — L. E. Hundurinn okkar, Buller, — sem hafði mjög blandað blóð, kunni ekki að hræðast neitt. Jú, það var eitt, sem hann óttaðist, en það var ryksugan okkar. Hún var í hans augum ægileg ófreskja. Hann þurfti ekki annað en sjá hana til að

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.