Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 32

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 32
150 V O R I Ð koma í hana nú. Og hvað mundu foreldrar þeirra segja, Þeir þorðu ekki að hugsa um það. Loks reis kennarinn á fætur, og drengirnir önduðu léttar. Nú fengu þeir aftur von. En svo kom hann beint að rúminu. Aldrei hef ég nú vitað annað eins. Hann lagðist upp í rúmið eins langur og hann var. Og þarna lágu þeir! Þeir sáu ekkert ráð. ... Ef til vill urðu þeir að liggja þarna allan daginn? En brátt urðu þeir rólegri. Þeir brostu hvor til annars. Þeir heyrðu, að kennarinn dró djúpt andann og fór að hrjóta. Kennarinn svaf. Þeim létti. Þeir hlustuðu stundarkorn með öndina í hálsinum. Jú, það var ekki um að villast. Að síðustu hraut hann eins og tröll. Hægt og varlega skriðu þeir fram á gólfið, og læddust á tánum út að dyrunum. Það gekk vel, þar til þeir komu út í ganginn. En þar gekk Einar á vatnsfötu og velti henni um koll. Vatnið streymdi yfir gólfið, og það var mikill hávaði, þegar fat- an datt. Ef kennarinn átti ekki

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.