Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 18
136 V O R I Ð Litli drengurinn og leyndarmál hans Þetta er sönn saga af litlum dreng, sem á heima í Afríku. Hann heitir Audu og er 10 ára gamall. Heimili hans er lítill hringlaga kofi með stráþaki. Veggirnir eru úr leir blönduðum með hálmi. Einu sinni var Audu litli ein- hver glaðasti og hamingjusamasti drengurinn í litla þorpinu þeirra, sem er í Nígeríu í Afríku. Hann fór á fætur mjög snemma á hverj- um morgni, glaður eins og fugl á kvisti, og hann hafði nóg að starfa allan daginn. Á morgnana áður en hann fór í skólann, gaf hann hænsn- unum og bar vatn inn í kofann fyr- Nú settist kisa aftur á rassinn og hugsaði dálitla stund. Að lokum sagði hún: — Ég sá eina — tvær — þrjár — fjórar endur og þú sást eina — tvær — þrjár end- ur. Við höfðum bæði rétt fyrir okk- ur. Samþykkirðu þetta? — — Já, ég samþykki þetta — sagði héppi. Svo tóku þau á sprett, og þessir vinir fóru að leika sér á ný. Þýtt. - H. J. M. ir mömmu sína. Síðari hluta dags, þegar hann liafði lokið við skóla- námið, lék hann sér við vini sína, og stundum hjálpaði hann pabba sínum við að vinna á akrinum. En nú liafði hann verið svo al- varlegur og kyrrlátur í nokkra daga, svo að hann var ekkert h'kur því, sem hann hafði verið áður. Og þegar lítill 10 ára drengur er alvar- legur og getur ekki leikið sér, þá er eitthvað að honum, og svo var í raun og veru, En það var leyndar- mál, sem enginn mátti fá að vita. Þetta kvaldi hann daga og nætur. Einn morgun er hann gekk þröngan og krókóttan stíginn á leið til skólans, datt hann um trjá- rót og reif hvítu kápuna sina, en allir drengir þarna syðra eru í hvítri kápu eða slopp. Hann sveip- aði henni um sig aftur eins vel og hann gat. Þegar hann kom í skól- ann, var kennarinn, er hét Mallam, að skrifa á skólatöfluna það, sem börnin áttu að læra. „Audu, getur þú sagt mér, hvað þú áttir að læra lieima?“ spurði kennarinn. En Audu litli var svo hræddur og utan við sig, að hann heyrði ekki það, sem kennarinn sagði. „Audu, stattu upp og komdu hingað,“ sagði kennarinn byrstur.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.