Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 3

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 3
OKTÓBER—DESEMBER 1959 VOR IÐ 25. ÁRGANGUR 4 HEFTI Kuöldib helga Kveikt eru Ijós, í kvöld skal bjart og hlýtt, kaldan þótt blási, hríð á níðum dynji. Friðsœlu býður sönglag sumarþýtt, sær þó i fjarska 'dimmt á klettum stynji. Kotbœinn sveiþar heiður helgiljómi. Fljörtu í lofgjörð mœtast einum rómi. Fegurstum klæðum búin bíður þjóð, barnið í vöggu hjúpað reifum nýjum. Sléttist úr hrukkum ásýnd ellimóð. Æskunnar dagar rísa úr gleymskuskýjum. Allir svo góðir, glaðir fram úr máta. Gjöfulli hönd — í kvöld má enginn gráta. Allt er sem nýtt, sem áður gamalt var, ylríkri svörin, hrundið hverjum skugga. Fegurri draum ei fyrir augun bar. Frostrósir sýnast brosa á köldum glugga. Baðstofan þröng til lofts er hálfu hærri, himinninn nœr, er áður var svo fjærri. Sálfjötrar rakna, bráðnar andans is, inni er sumar, hvass þó bylur næði. Draumborg er hrundi, frið úr rústum rís. Rósir þar sþretta, er fyrr var kalið svæði. Friðboðar himins fara kærleikseldi. fjörðu að tind á þessu helga kveldi. RICHARD BECK.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.