Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 11
V O R I Ð 129 3. atriði. (Toreldrarnir koma inn með jólaböggla.) FORELDRARNIR: GleðOeg jól. BÖRNIN (hlaupa á móti þeim): Gleðileg jól, pabbi og mamma. (Foreldrarnir leggja bögglana frá sér.) MAMMA: Jæja, hafið þið verið óþolinmóð að bíða? (Gengur að legubekknum.) Hver er þarna? ÁSA: Það er fátækur drengur, sem kom hingað. Hann var dauð- þreyttur, kaldur og svangur. Má hann ekki vera hér í nótt? PABBI: Á aðfangadagskvöld eru allir velkomnir. Þá eru allar dyr opnar. ARI: Manstu Ása eftir kvæðinu, sem við lásum í skólanum, um Jakob, sem var lokaður úti á að- fangadagskvöld? ÁSA: Já, Ari. Ég man eftir því. ARI: Ása hélt, að það væri frelsar- inn, þegar við heyrðum til drengsins úti. ÁSA: Ég var svo æst, þegar hann braut brauðið. En það gerðist ekkert markvert. ARI: Nei, það gerðist ekkert. Hann var bara áfram fátækur drengur. ÁSA: Ég bjóst við, að það mundi myndast lielgibaugur um höfuð hans. ARI: En hann var óbreyttur. MAMMA: Þið hafið samt sem áð- ur tekið á móti frelsaranum, börn. Hann hefur sjálfur sagt: Það, sem þú gjörir einum af mín- um minnstu bræðrum, það hefur þú gjört mér. Tjaldið. (Þýtt. - E. Sig.) Þegar Jens var þriggja ára gamall, fékk hann að fara með móður sinni til nágrannakonunnar til að sjá nýfætt barn hennar. „Þegar konan sýnir þér litla barnið,“ sagði móðir Jens, „átt þú að segja eitthvað fallegt um litla angann.“ Jens lofaði því, og svo lögðu þau af stað.' Þegar ljósmóðirin lyfti barninu upp til að sýna það, sagði Jens, er hann hafði horft litla stund á barnið: „Ja, það má nú segja, að drengurinn hefur falleg og löng eyru.“ Stóri bróðir var dálítið veikur. — Læknirinn var sóttur, og nú sat hann við rúmstokk hans og spurðist fyrir um, hvaða sjúkdóma hann hefði fengið. Hafði hann fengið einhverja barna- sjúkdóma? Mamma og litli bróðir hlustuðu á. „Já,“ sagði stóri bróðir. „Ég hef t. d. fengið rauða hunda.“ „Ha,“ sagði litli bróðir. „Hann hefur fengið miklu meira en það. Hann hefur átt hvíta kanínu, kött og tvær dúfur.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.