Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 10
128 V O R I Ð 2. atriði. (Ása er að dúka jólaborðið. Ari kemur inn með tvö kerti, sem hann leggur á borðið.) ARI: Þú hefur lagt á borðið handa þremur. ÁSA: Já, það getur einhver komið. Það er aðfangadagskvöld. ARI: Nei, það kemur varla neinn fyrr en pabbi og mamma koma. ÁSA: Ég veit ekki — en mér finnst, að einhver muni koma. (Ari gengur að glugganum og lítur út.) ARI: Það er heiðskírt — stjörnur og norðurljós. En ekki sé ég pabba og mömmu. — Þau koma varla fyrr en eftir klukkustund. ÁSA: Nú er jólaborðið tilbúið. „ (Þögn.- ÁSA: Heyrðir þú nokkuð? ARI: Já, mér fannst ég heyra, að einhver væri að koma. ÁSA (æst): Það er jólagesturinn — jólagesturinn. ARI: Það kemur einhver upp tröppurnar. ÁSA: Líttu eftir, hver það er. (Ari fer út. — Þegar hann kem- ur inn aftur, kemur með honum fátæklega klæddur drengur. — Drengurinn staðnæmist við dyrn- ar. Ari og Ása líta hvort á ann- að.) DRENGURINN: Get ég fengið að ylja mér? ARI: Hvaðan kemur þú? DRENGURINN: Úr dalnum hin- um megin — ég kom yfir fjallið. ÁSA: Þú ert bæði blautur og kald- ur. — Seztu á stólinn, svo getur Ari hjálpað þér úr sokkunum. (Drengurinn sezt. Ari krýpur fyrir framan hann og hjálpar honum úr skóm og sokkum.) ARI: Hvert ætlar þú? DRENGURINN: Ég veit það ekki. ARI: Hvar áttu heima? DRENGURINN: Þar sem ég fæ að vera hjá góðu fólki. ÁSA: Við ætlum að fara að drekka. Seztu við borðið með okkur. (Drengirnir setjast. Eftir and- artak kemur Ása inn með brauð á diski.) Ása kveikir á kertunum. Börnin borða og drekka. Gest- urinn tekur brauðsneið og brýt- ur hana í sundur. Systkinin horfa á hann æst. Máltíðinni er lokið. Drengur- inn leggur höfuðið niður á borð- plötuna. ÁSA: Han-n er syfjaður. (Við dreng- inn): Hallaðu þér á legubekk- inn. Drengurinn gengur að legu- bekknum og legst fyrir. Ása sæk- ir teppi og breiðir ofan á hann. ARI: Nú hljóta þau pabbi og mamma að fara að koma. ÁSA: Hafðu ekki hátt. Hann sefur. (Börnin setjast bæði hljóðlega niður.) Tjaldið.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.