Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 5
V O R I Ð 123 Síðdegis þennan sama dag hélt Þór til skógar. Hann sagði engum frá þessari fyrirætlan sinni. Það skyldi koma þeim á óvart, er hann kæmi með tréð. — Skógurinn var hljóður og þungbúinn. Það snjóaði ofurlítið. — Jólasvipur var að fær- ast yfir allt. Já, jólin — Þór vildi sem minnst hugsa um þau nú. Það gátu engin jól orðið nú í líkingu við þau, sem hann hafði áður lif- að. Pabbi hafði svo lítið getað unn- ið upp á síðkastið, og hann gat aldrei safnað neinu í sjóð. — Mamma hafði sagt, að það væri al- veg vonlaust með allar jólagjafir og þess háttar glaðning. Hann kenndi mest í brjósti um Ingu litlu. Hún hlakkaði auðvitað til jólanna og jólagjafanna eins og vant var. Hún gat ekki skilið að ]?etta þyrfti að vera öðru vísi en áður. Það var alllangt út að Steins- tjörn, og eftir því sem Þór kom lengra og lengra inn í skóginn, missti hann áhugann á því að fara alla þessa leið út að tjörninni. Allt í kringum hann voru ljómandi falleg og hentug jólatré. Raunar átti stórbóndinn allt þetta svæði, en því meir sem Þór hugsaði um þetta, Jdví meiri varð freistingin til að taka tréð hérna og fara ekki lengra. Hann vissi það vel að þetta var ekki leyfilegt. En það gat varla verið hættulegt að taka eitt lítið tré úr þessurn stóra skógi. Hann hafði nálega dottið um lít- ið grenitré, sem var alveg hæfilegt handa honum. Hann gat ekki fund- ið hentugra tré. Hann stóð kyrr eitt andartak og átti í harðri baráttu við sjálfan sig, en skyndilega kippti hann öxinni upp úr bakpokanum sínum, og eft- ir litla stund lá litla tréð flatt við fætur hans. Nú skyldi verða glatt á hjalla lieima hjá honum. Hann þurfti ekki að hafa orð á því hvert hann sótti tréð. Hann hafði komið öxinni fyrir í bakpokanum og var í þann veginn að koma trénu fyrir á öxl sinni, er liann heyrði marra í snjónum aftan við sig. Hann sneri sér snöggt við og fann að hjartað barðist í brjósti hans. Stórbóndinn stóð hjá honurn.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.