Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 13
V O R I Ð 131 Meðan hann var stúdent í Stras- bourg, sat hann einn dag við glugg- ann og hugsaði um, hvað honum liði vel. Margir a£ félögum hans fengu ekki að fara í skóla, en urðu að vinna þegar þeir komust á legg — og sumir fyrr. Lífið hafði verið honum miklu léttara, af því að hann var prestssonur. — Ég má ekki verða einn af þeim, sem aðeins hugsa um sjálfa sig, hugsaði hann. — Fyrst mér líður svona vel, verð ég að gera eitthvað til að hjálpa öðrum. Eftir níu ár verð ég þrjátíu ára að aldri. Þá vil ég nota það, sem ég á eftir ólifað til að lina þrautir annarra. Þetta var loforð, sem auðvelt er að gleyma, þegar tíminn líður. En Albert gleymdi ekki þessu loforði sínu. Hann varð prestur og háskóla- kennari í Strasbourg, og þar að auki heimsfrægur hljóðfæraleikari. En þegar hann var þrítugur byrj- aði hann að lesa læknisfræði í þeim tilgangi að fara til Vestur-Afríku, þar sem skortur var á læknum. Hann las læknisfræði í sex ár, fór svo til Parísar og tók þar sérnám- skeið í hitabeltissjúkdómum. Hann var giftur dóttur háskólakennara og meðan hann las læknisfræði, stundaði hún Iijúkrunarnám til að geta hjálpað lionum við starfið í Afríku. Hún hét Helena og reynd- ist honum frábær lífsförunautur. Albert Schweitzer frétti að trú- boðsfélagið í París hefði trúboðs- stöð í Lambaréné í franska Ekva- torhéraðinu í Mið-Afríku, rúmlega 30 mílur inni í landi við ána Ogowe. Þangað vildi hann fara. í fyrstu voru þeir tregir að sleppa honum þangað, af því að hann var ekki meðlimur í trúboðsfélaginu. En þá bauðst hann til að byggja þar sjúkrahús fyrir eigin peninga. Og það tilboð samþykktu þeir að síðustu. Fyrir fé, sem liann hafði fyrir hljómleika sína keypti hann 70 kassa af meðölum og öðrum vör- um, sem hann tók með sér til Afríku. Þetta varð löng sjóferð og svo lá leiðin með bát og léttibát (kanó) upp eftir Ogweánni. Trúboðsstöð- in lá á nokkrum hæðum milli ár- innar og þétta frumskógarins. Þar var ekki neitt sjúkrahús, þegar Al- bert kom þangað, og í fyrstu varð hann að taka á móti sjúklingum sínum á hlaðinu fyrir utan húsið, jrar sem hann bjó. Þar var óskap- legur hiti, en a£ og til komu storm- hrynur með regni, og þá urðu allir að bjarga sér undir þak í flýti. Albert tók eftir, að það lá gamalt timburhús dálítið í burtu og spurði eftir, hvaða hús það væri. — Þetta er hænsnahús trúboð- ans, sem var hér á undan þér, sögðu þeir. — Jæja, við verðum að nota það fyrir sjúkrahús, sagði hann. Húsið var ljótt og á því voru engir gluggar, en Albert lét þvo það og hvítkalka veggina, og lét svo

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.