Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 22

Vorið - 01.12.1959, Blaðsíða 22
140 V O R I Ð heimildarbækur. Verkefni fyrir næsta ungtemplarapróf verður sent til barnastúknanna í haust. Hér á eftir birtist ein ritgerðin. ÁFENGI OG TÓBAK 1. Skýrðu frá skaðlegum áhrif- um tóbaksnautnar, einkum áhrif- um vindlingareykinga á hjarta og lungu. Eftir því sem reykingamaðurinn reykir meira, því minna getur hann hlaupið, verður móður og gefst að lokum upp. Það er því mjög slæmt fyrir íþróttamenn að reykja. Einnig geta æðarnar lokazt. Því meira, sem þær þrengjast, verða menn móðari og óeðlilegur hjartsláttur fer að gera vart við sig. Getur þessi veiki síðan dregið manninn til bana. Þeir, sem reykja, eiga einnig á hættu að fá krabbamein í lungu (dungnakrabba) og deyr fjöldi manns úr þeirri veiki árlega. Þeim er líkara hættara við lungnakvefi og fylgir því þrálátur hósti. Hann er bæði óþægilegur fyrir þá, sem hósta og líka fyrir þá, sem þurfa að hlusta á hann. Reykingar eru öll- um óhollar og valda bæði þeim, sem reykja, og öðrum óþægindum á margan hátt. 2. Skýrðu frá í hverju ofdrykkju- hættan er fólgin. Það er ekki hægt að segja að maður verði ofdrykkjumaður við fyrsta staupið. En við endurtekna notkun þessara efna: áfengis, mor- fíns, heroins, svefnlyfja, ópíums og fleiri verður hún jafnan að ómót- stæðilegri löngun. Þeir, sem verða ofdrykkjumenn, verða oft aumingj- ar andlega og líkamlega og ófærir að gegna þeim skyldum, sem mann- félagið leggur hverjum heilbrigð- um manni á herðar. Það er því bezt fyrir hvern mann, ungan sem gamlan, að halda sig algjörlega frá áfengisnautn. Það er skylda hvers manns að varðveita sem bezt heilsu sína. Hún er dýrmætur fjársjóður. Heilsulaus maður er oftast öðrum byrði. 3. Skýrðu frá sambandi áfengis og afbrota. Þegar menn eru drukknir vita þeir lítið hvað þeir gera og gera oft það, sem þeir mundu ekki gera algáðir. Þeir hafa drukkið frá sér vitið. Þeir brjótast inn í hús og stela, fremja morð, lenda í illdeil- um og slagsmálum. Eru margir þeirra, sem nú sitja í fangelsum, þangað komnir fyrir ofneyzlu áfengis. Þeir eyða miklum pening- um fyrir brennivín, sektir og ann- að slíkt. Þeir verða því æ fátækari eftir því sem þeir drekka meira og gera meira af sér. 4. Skýrðu frá þínu eigin áliti á áhrifum áfengis á skemmtanalífið. Ekki skil ég í því, að mennirnir skemmti sér betur ef þeir eru full- ir. Þar lenda þeir í slagsmálum, rífa föt og brjóta og skemma borð, stóla, glös og annað. Lenda í hegn-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.