Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 3

Vorið - 01.12.1970, Qupperneq 3
VORIÐ TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Kemur út í 4 heftum á ári, minnst 48 blaðsíður hvert hefti. — Árgangurinn kostar kr. 150.00 og greiðist fyrir 1. ma! — Utsölumenn fó 20% inn- heimtulaun. — Útgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, rithöf- undur, Hóaleitisbraut 1 17, Reykjavík, og Eiríkur Sigurðsson, fyrrv. skólastj., Hvannavöllum 8, Akureyri. — Prentað ! Prentsmiðju Björns Jónssonar. Séra Jói 36. ÁRGANGUR OKTÓBER—DESEMBER 4. HEFTI 1970 i Kr. ísfeld, rithöfiimdtir Þeir eru ekki margir íslenzku prestarnir, sem hafa varið eins mörgum tóm- stundum sínum til að skrifa fyrir börn og unglinga eins og séra Jón Kr. ísfeld. Hann hefur orðið við þeirri heiðni Yorsins að svara nokkrum spurningum Um barna- og unglingabækur hans. — Ætt þín og uppruni, séra Jón? — Ég er Austfirðingur, fæddur í H'aga í Mjóafirði. Foreldrar mínir voru hjónin Jens Kristján ísfeld og Júlía Sigríður Steinsdóttir, kennara Jónssonar á Norðfirði. Ég ólst upp á Mjóafirði og Norðfirði. Varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1932, tók kennarapróf 1934 og stundaði kennslu nokk- ur ár á Austfjörðum áður en ég hóf guðfræðinám. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla ísHnds 1942. — Og hvar hefur þú svo verið prestur? — Ég var fyrst prestur á Bíldudal frá 1944—1960, og Bólstað í Húna- vatnssýslu frá 1961—1970. Nú hef ég tekið við prestsþjónustu í Hvamms- prestakalli í Dölum og bý í Búðardal. — Og kona þín? VORIÐ 145

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.