Vorið - 01.12.1970, Side 4

Vorið - 01.12.1970, Side 4
— Hún er einnig Austfirðingur eins og ég, Auður Halldórsdóttir, Páls- sonar frá Nesi í Loðmundarfirði. — Hvers vegna skrifar þú barna- og unglingabækur? — Eg hef alltaf liaft yndi af sam- vistum við börn og unglinga. Eg var kennari nokkur ár, áður en ég gerðist prestur og byrjaði þá á því að segja nemendur mínum sögur, sem ég fann að féU þeim í geð. Allar þær sögur voru frumsamdar, en eru nú yfirleilt glataðar. Eftir að ég gerðist prestur, bafði ég sunnudagaskóla með börnum og síðar einnig barnastúku. Þá varð mér einnig ljóst, að þörf var á því að Séra Jón Kr ísfeld iiafa framhaldssögur á báðum þessum vettvöngum, sem bæði væru við hæfi áheyrendanna og hefðu einhvern boðskap að færa. Þegar ég hóf þessa sagna- gerð, voru á sveinii kúreka-bókmenntir og ýmsar þýddar bækur, sem virtust hafa miður heppileg áhrif á hina ungu lesendur. Mig langaði til að hamla ofurlítið gegn þeim illgróðri, sem sótti að sálum ljarnanna og ungmennanna. Sá reitur var ekki stór, sem ég fyrst náði til. Nú er mér kunnugt um, að hann er stærri. Eg vil reyna að efla sigur hins góða með sögum mínum, þó að ár- angur kunni að vej'ða minni en hugur minn stendur til. Mér er kunnugt um að séra Jón hafði með starfi sínu varanlegt mótandi áhrif á uppvaxandi kynslóð á Bíldudal til bindindis og hófsemi. En þar hafði hann ágælt starf í barnastúkunni Vorboðanum. Hér fer á eftir upptalning á bókum séra Jóns og eru þær orðnar fjórtán að tölu, og sumar verið fluttar í útvarpi. Svo að „reiturinn“ hans er ekki orðinn svo 1 ítiJl. Bækur séra Jóns eru þessar: Bakka-Knútur, 1963. (Lesin í útvarp 1961.) Litla lambið, 1964. (Var frandiaMssaga í Æskunni ]962—1965.) Svenni í Ási, sumarævintýri, 1964. Vetrarævintýri Svenna í Ási, 1965. Bernskuár afdaladrengs, 1965. (Lesin í útvarp 1964.) Sonur vitavarðarins, 1965. Dóra fer til draumalands, 1965. 146 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.