Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 9

Vorið - 01.12.1970, Blaðsíða 9
hafði augu, neí og munn, og þá fékk hún skyndilega hugmynd: Bróðir, nú veit ég. Þetta er Guð. Sjáðu bara and- litið. Þá svaraði drengurinn strax, með fullvissu hins reynda manns: Vitleysa, Guð hefur skegg, það veiztu þó. Eg hugsa að þetta sé ný sól. Jú, auðvitað, sagði telpan, en ég heimsk. En er þetta ekki gott, þá höfurn við líka sól á næturnar. Já, sagði dreng- urinn, það er það, sem okkur hefur allt- af vantað. Og börnin störðu lengi hugfangin á uppgötvun sína, í hljóðu rökkri kvölds- ins. Og þau gengu hægt heim yfir túnið, með skin hinnar nýju sólar í gullnu hár- inu. Þau voru ung og hamingjusöm, þau þekktu ekkert illt. Til þeirra hafði aldrei borizt liinn minnsti andblær frá hinni köldu, vondu veröld fyrir utan. Heimur þeirra var heimur hins fagra og milda, og það sem þess var. Þau kviðu ekki neinu. Nú mundi mamma þeirra klæða þau úr votu, þerra kalda fætur þeirra og gefa þeim spenavolga nýmjólk að drekka. Hátta þau, baða þau og syngja þau í svefn, syngja þau inn í hin rós- rauðu lönd draumanna, og hin nýja sól myndi halda áfram að skína í hug þeirra og yfir þeim. Hreindýrið Hreindýrin eru falleg. Bæði karl- og kvendýrin hafa horn. í Lapp- landi eru þau tamin. Hér eru þau villt uppi á Austur-öræfum og eiga oft erfitt á vetrum. Þá koma þau fram í byggðina. VORIÐ 151

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.