Vorið - 01.12.1970, Side 15

Vorið - 01.12.1970, Side 15
hann. En í saraa bili sagði samvizka hennar (og Pavo heyrði það): — Hvers vegna ætlarðu að lemja þennan einfeldn- islega litla dreng? Hann ætlaði aðeins að gera þér greiða. Lísa skammaðist sín, þegar röddin tal- aði þannig til hennar. Þess vegna tók hún um háls Pavos og sagði huggandi: — Vertu ekki leiður út af þessu, Pavo. Ég veit að þú gerðir þetta til þess að bjarga eggjunum. Pavo óx upp og varð stór drengur. Einn daginn kom presturinn til þorpsins og kom auga á hinn veslings vankunn- aridi Pavo. Þeir höfðu fyrir skömmu stofnað málleysingjaskóla í bænum. Þangað var Pavo sendur fyrir atbeina prestsins. Þar lærði drengurinn að lesa og skrifa og þar fékk hann meiri vitn- eskju um hinn góða Guð á himnum. Nú skildi hann, að ekki var hægt að gjalda Guði í peningum. Hann var bæði iðinn og reglusamur og lærði þárna trésmíði. I öllu hverfinu var enginn, sem gat smíð- að eins fallega stóla og eins glæsileg borð og hann. Góður og heiðarlegur, samúðarfullur og trúr, hver elskar ekki slíkan mann? Síðar eignaðist hann eigin vinnustofu. En hver heldurðu að hafi orðið konan hans? Það varð Lísa, hún þekkti Pavo og vissi ósköp vel að hún gæti sjálfsagt náð sér í einhvern, sem talaði meira en Pavo, en engan betri en Pavo. Þau urðu hjón og voru mjög hamingjusöm. 011 börnin þeirra heyrðu og töluðu eins og önnur börn. Foreldrar og systkini Pavos og Lísu komu oft í heimsókn til þeirra. Þegar Lísa lét graut á borðið, sagði hún oft við drengina sína: — Getið þið heyrt hvað grauturinn segir við skeiðina? — Borðið ekki alltsaman! Látið eitthvað verða eftir handa pabba! Þá hló Pavo og sagði með sínum góðu höndum: — Þetta var skynsamlega að orði komist hjá grautnum. Þetta hafði mamma hans sagt við hann, þegar hann var lítill. Dag nokkurn kom fátækur og útúr- drukkinn sláni og bað um gistingu á vinnustofunni. Það var Pétur. Pavo tók hann sem lærling. Hann kenndi honum smíðarnar og gat glaðst yfir því, að hann varð smám saman að betri manni. Finnst þér ef til vill einkennilegt að Pavo, sem var heyrnarlaus og mállaus skyldi heyra skóginn, vatnið og stjörn- urnar og alla dauða hluti tala? En þá skal ég segja þér það, að slíkt er alls ekki á neinn hátt óvanalegt. Næstum öll börn heyra það. Þegar þú leikur þér að stein- um í fjallinu og grenikönglarnir eru kýr og hestar, þá talar þú við þá. Gætu ekki lauftrén talað í mildri vorgolunni? Eða blómin í hlíðinni hrópað til þín? Nei, það væri alls ekki einkennilegt. —- HvaS sýðurðu eggin lengi? spurði frúin vinnustúlkuna. — I níu mínútur, svaraði stúlkan. — Það er ekki rétt. Egg eiga ekki að sjóða lengur en þrjór mtnútur. — En þetta eru þrjú egg, svaraði stúlkan. Listmólarinn: — Ég get gert brosandi barn grótandi með einu pensilstriki. Konan: Það er enginn vandi. Það get ég gert með einum löðrung. VORIÐ 157

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.