Vorið - 01.12.1970, Page 17

Vorið - 01.12.1970, Page 17
EIRÍKUR SIGURÐSSON: Giljagaur # i grœnum sjó LÍTIL JÓLASAGA Hann var á íerð' síðustu ferðina upp í klefann með tvær ölflöskur til skip- stjórans. Á eftir vonaðist hann til að fá að vera í friði. Hann var þreyttur. Aldrei hafði honum komið til hugar, að hann þyrfti að þræla svona mikið á sjálft aðfangadagskvöldið, þegar hann réð sig sem léttadreng á „Helgafellið“. Skipið hreyfðist reglubundið eftir öld- unum, því að vindur var ekki mikill. — Gjörðu svo vel, skipstjóri. Skipstjórinn sat við borð í klefa sín- um og las í bók. Fyrir framan hann log- aði á þrem kertum í stjaka. — Þakka þér fyrir, Helgi. Þú hefur haft í mörgu að snúast í kvöld. — Er það nokkuð fleira, skipstjóri? — Nei, nú er það ekki fleira. Hann rétti drengnum höndina og sagði: — Guð gefi þér gleðileg jól, drengur minn. — Gleðileg jól, sagði Helgi og hvarf út úr klefanum. Hann fór rakleitt inn í klefann sinn og kastaði sér þar niður í stól. Og hugs- anirnar ruddust fram: — Hvílík jólahelgi! Þarna hafði hann snúizt í kringum skipshöfnina allt kvöldið og þakklætinu hafði ekki verið ausið út í trogum. Onnur eins jól hafði hann aldrei þekkl. Þegar hann hafði ofurlítið látið líða úr sér þreytuna, fór hann að skápnum og dró út úr honum lítinn jólasvein, sem jafnframt var kertastjaki. Þennan stjaka liefur hann átt síðan hann var sex ára, að foreldrar hans gáfu honum hann í jólagjöf. Frá þeim tíma hefur stjakinn geymt jólakertið hans um hver jól. Og það ætlaði drengurinn líka að láta hann gera þetta kvöld. Þessi litli jólasveinn var skrýtinn karl með rauða jólasveinshúfu í hláum stakki VORIÐ 159

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.