Vorið - 01.12.1970, Side 19

Vorið - 01.12.1970, Side 19
ára. Oft var liann búinn að lesa hana. Þá var kveikt á jólatrénu. En síðar um kvöldið fengu allir ávexti, súkkulaði og kökur. Allir voru glaðir og ánægðir. Heimilið varð þetta kvöld að lítilli paradís. Enginn var önugur eða geðvondur. Það var ómögulegt á jólunum. Allt þetta sagði Giljagaur honum Helga litla þarna í klefanum úti á rúm- sjó. Hafði hann nokkurn tíma áður hugs- að út í það, hvað jólin voru dýrðleg heima? Líklega ekki af fullri alvöru. Og ekki hafði hann alltaf verið þakklát- ur foreldrum sínum fyrir allt, sem þau gerðu fyrir hann. Kertið var að verða útbrunnið. Jóla- sveinninn 'hans og kertaljósið höfðu hjálpað honum til að rifja upp jólahelg- ina heima. Hér voru engin regluleg jól — nema í minningunni. En einu sinni hafði þó borið skugga á jólahaldið heima. Mamma hans var þá í sjúkrahúsi. En hún kom heim skömmu eftir nýárið. Þá hafði 'hann án þess að ræða um það við neinn, farið niður í blómabúð og eytt öllum sínum peningum til að kaupa handa 'henni blóm. Fyrir valinu varð Betlehemsstjarna. Hann færði mömmu sinni 'hana, þegar hún kom heim. Hann mundi enn eftir, hve innilega hún faðmaði hann að sér fyrir þessa gjöf. Sú stund tengdi þau órjúfandi böndum. Nú var kertið alveg útbrunnið. Þá tók hann blátt kerti og fól jólasveininum að halda á því. Hann ætlaði að láta loga á því meðan hann háttaði og læsi dálítið í jólabók- inni sinni. Skipið hreyfðist reglubundið á haf- fletinum. Og áður en löng stund leið, slökkti Helgi á kertinu og sveif á vængj- um draumanna til 'bernskujólanna sinna heima. Þcð er góð leikfimiaeting að „aka hjólbörum". Hér sérðu langar hjólbörur. VORIÐ 161

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.